Skírnir - 01.09.2001, Síða 306
570
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR
SKÍRNIR
skýrast í samtali Kolbrúnar og Vilmars. Kolbrún segir honum undan og
ofan af æsku sinni og framtíðardraumum. Hún er úr sveit en þráði að
komast burt og í leiklist þótt hún þyrði ekki að trúa neinum fyrir þeim
draumi. Þegar vinkonur hennar byrja að eignast börn fer hún burt til að
forðast sömu örlög:
Ég var á leiðinni burt vonaði ég, leiðinni burt. Fegin að vera sett í
það að mjólka kýrnar því kýr eru góðir trúnaðarvinir. Betri en fiskur
á færibandi án þess að ég hafi neitt sérstakt á móti fiski og fiskvinnslu
en ég sá samt enga framtíð í því, ekki mína framtíð.
Allar, nákvæmlega allar vinkonur mínar fastar í netinu. Þær vissu
að þær höfðu svikið draumana sem við áttum saman og þeim varð
smátt og smátt illa við mig. Jonna vinkona nýbúin að eiga, Áslaug
ólétt, Vilborg komin með tvö, Didda með tvíbura og þeim var illa við
mig fannst mér og þær unnu í fiskinum og ég mjólkaði kýrnar og
sagði þeim frá því að ég væri á leiðinni burt. Burt, burt frá falsinu sem
ég sá í heyinu, iðandi skíthræddu þorpsfalsi, lygum, fiski, ómegð tán-
ingsstúlkna, barna sem hrúguðu niður börnum á færibandi eins og ið-
andi fiskum og tóku undir þennan ógeðslega söng um að lífið sé salt-
fiskur. Rugl. Lífið er ekki saltfiskur, lífið er salt. (8/77)
En Kolbrún kemst að því að „það er lítið mál að búa til barn. Milli mat-
ar og kaffis eins og bjánar, mikið kampavín, ég og þessi tísku ... kóngur,
smákóngur, það er til nóg af þeim“ (8/77-78). En það varð „bara getnað-
ur engin fæðing" og Kolbrún hafði „engar áhyggjur“, segir hún, fyrr en
ljóst varð hvaða afleiðingar fóstureyðingin hafði í för með sér.
En það er ekki fóstureyðingin sem slík, eða minningin um hana, sem
er orsök hins sálræna áfalls sem leiðir til þess að Kolbrún getur með engu
móti munað textann sinn. Enda er sú minning ekki bæld í heild þótt hún
sé vissulega slæm minning og afleiðingarnar afdrifaríkar. Þótt gefið sé í
skyn að Kolbrún þrái að eiga börn (sjá 6/72) og geta megi sér til um að
barnleysið skýri að einhverju leyti vanlíðan hennar og sorgina sem sífellt
þrengir sér fram í orðum hennar, þá er það aðeins einn þáttur þessarar
reynslu - fóstureyðingarinnar - sem hún hefur bælt og sem vitundin berst
gegn að komist yfir þröskuld dulvitundarinnar. Og þegar það gerist, í tí-
unda atriði, verða hvörf í leikritinu. En þessi hvörf hafa verið rækilega
undirbyggð í öllum fyrri atriðum leikritsins.
Eins og kunnugt er fólst meðferð sú sem Freud (og samstarfsmaður
hans Joseph Breuer) beitti sefasýkissjúklinga sína í sálgreiningu og sér-
staklega í þeim þætti hennar sem gjarnan er nefnd frjáls hugtengslaaðferð
(þ. freie Assoziation, e. free association).15 Aðferðin byggir á tungumál-
15 Sigmund Freud og Joseph Breuer: Studien iiber Hysterie. Wien 1895. Sjá enska
þýðingu James og Alix Strachey: Studies on hysteria. The Standard Edition of