Skírnir - 01.09.2001, Page 308
572
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR
SKÍRNIR
þetta sé langt í burtu frá okkur, þetta er að gerast rétt hérna hjá okk-
ur, ótrúlega stutt héðan ...
Og þarna höfðu þeir hent líkunum, afhausuðum, limlestum, sund-
urhöggnum, oní brunninn og hinir sem eftir stóðu voru þarna þögul-
ir áhorfendur í hring og ég heyrði ekkert lengi vel, en það var einhver
ekki, sameiginlegur ekki sem var í hópnum og braust ekki út fyrr en
við komum, utanaðkomandi hópur hjálparstarfsfólks sem engu gat
breytt og ekki plástrað nein líkamleg sár því það höfðu allir verið
myrtir og andlegu sárin gátum við heldur ekki plástrað því þau skildu
ekkert nema mál heimamanna og þegar við komum brast stíflan og
þau veinuðu, veinuðu og rifu í fötin okkar, rifu utan af okkur fötin og
æptu í sorg og reiði sem við áttum fullt í fangi með að stilla því hún
beindist líka að okkur sem ekkert skildum og ekkert gátum. Gátum
ekkert í raun og veru.
Brunnurinn, miðstöð og miðpunktur fullur af líkum. Líkum þeirra
eigin fólks. (9/81-82)
Eins og áður sagði er það í tíunda atriði leikritsins að hin bælda minning
þrengir sér upp í vitund Kolbrúnar. Þá kemur í ljós að þegar hún vaknaði
upp eftir fóstureyðinguna í París blasti fóstrið „lítið og blóðugt og lim-
lest“ við henni í ruslafötu á gólfinu. Lýsingin á brunninum með „af-
hausuðum, limlestum, sundurhöggnum" líkunum í leiktexta Kolbrúnar í
kvikmyndinni kveikti hugrenningatengslin við ruslafötuna með litla,
blóðuga og limlesta líkinu sem Kolbrún nefnir „barnið mitt“ (10/91) og
minnir á orðin: „líkum þeirra eigin fólks“ úr leiktextanum. Þetta er há-
punktur þess áfalls sem fóstureyðingin er Kolbrúnu, hinnar niðurlægj-
andi aðgerðar sem framin er í húsi í „skuggahverfi í París“ og þegar hún
er á leiðinni inn í húsið hrækir unglingur á hana. Þegar þessari óhugnan-
legu minningu skýtur upp í vitund Kolbrúnar blandast hún leiktextanum
sem hún man um leið og hún man hinn bælda atburð:
Kolbrún: Ég man textann! Það er alveg hægt að halda áfram mín
vegna!
(Fer með textann ofsafengið og skrykkjótt; stundum hægt og stundum
mjög hratt. Kannski sleppir hún úr smáhútum.)
„þau veinuðu, veinuðu og rifu í fötin okkar, rifu utan af okkur föt-
in og æptu í sorg og reiði sem við áttum fullt í fangi með að stilla því
hún beindist líka að okkur sem ekkert skildum og ekkert gátum. Gát-
um ekkert ...
Brunnurinn ... og þarna höfðu þeir hent líkunum, afhausuðum,
limlestum, sundurhöggnum, oní ... og hinir ...þögulir áhorfendur í
hring ...“
Bara getnaður enginn fæðing. „Engar áhyggjur ..."