Skírnir - 01.09.2001, Page 309
SKÍRNIR
PERSÓNUR OG LEIKENDUR
573
Svarthol á miðju sviði, það er alveg sama hvað þú gerir, hvað aðrir
gera; það bara gerist aftur!
Man ekkert lengur!
Sérstaklega í miðjunni þar sem brunnurinn er, ég tók það fram ...
„Þetta op niðrí vatnið var miðpunkturinn sem allt lífið var bróder-
að kringum ..."
og svo sögðu þau mér að bíða bara aðeins og vera róleg og jafna
mig og jafna mig!
Torg í París í skuggahverfi. Bíða bara aðeins ... vera róleg og á leið-
inni inn, skrýtið, það var unglingur sem hrækti á mig ...
Ég ligg í rúmi upp við vegginn og reyni að vera róleg og aðgerðin
er afstaðin og þegar ég vakna sé ég það ... sé það í ruslafötu á miðju
gólfinu!
Þarna lá það lítið og blóðugt og limlest... vísir að manneskju ...
Ég sver það, ég sá það, liggjandi í ruslafötunni! (Hún öskrar) Ég sá
það! Lítið og blóðugt, ég sá það! Barnið mitt!
Þöguiir áhorfendur allt í kring ... (10/90-91)
Samsvörunin á milli þessara tveggja atburða sem lýst er - þegar hún sér
limlest fóstrið í ruslaíötunni og þess atburðar sem verið er að kvikmynda
- er greinileg og rekja má mörg hliðstæð orð úr lýsingunum á báðum at-
burðum. Lýsingin á brunninum vísar í lýsinguna á ruslafötunni; „sundur-
höggvin, limlest lík“ brunnsins eru hliðstæð fóstrinu sem er „lítið og
blóðugt og limlest... vísir að manneskju". Það eru þessi hliðstæðu tengsl
(eða frjálsu hugrenningatengsl) sem eru orsök sefasýkinnar og hún lækn-
ast ekki fyrr en þau eru dregin fram í dagsljósið. Eftir það áfall sem lýst
er í atriðinu hér að ofan er Kolbrún lögð inn á sjúkrastofnun og henni fer
að batna. í næsta atriði er hún fær um að rifja upp og ræða þessa reynslu
sína og hún gerir sér grein fyrir því orsakasambandi sem valdið hefur
sjúkleika hennar. I tólfta og síðasta atriði leikritsins ræða þau Kolbrún og
Baldur saman, líkt og í fyrsta atriðinu, en nú er andrúmsloftið allt annað,
léttara yfir þeim eða eins og segir í textanum: „(Léttleiki, feginleiki og
húmor í fyrirrúmi.)“ (12/99) Síðustu orð leikritsins eru lögð Kolbrúnu í
munn og hún segir: „Já ... ég skil ...“ Þetta eru viðeigandi lokaorð fyrir
leikfléttu sem hefur öll miðað að því að láta Kolbrúnu skilja (og um leið
lesandann eða áhorfandann) hvað veldur vanlíðan hennar og veikindum.
Segja má að í þessum punkti mætist þau tvö leikrit sem hér eru til umfjöll-
unar því líkt og Einhver í dyrunum fjallar Hcegan, Elektra öðrum þræði
um vanlíðan og veikindi tengd sálrænu áfalli. Síðarnefnda leikritið er þó
mun óræðara og erfiðara að greina nákvæmlega hvaða orsakavaldar eru á
ferðinni, enda eru þagnir og eyður eitt helsta stílbragðið sem Hrafnhild-
ur Hagalín Guðmundsdóttir beitir í leikritinu. Slíkur stíll getur verið erf-
iður þar sem svo takmarkaðar „upplýsingar" eru gefnar í verkinu, en á