Skírnir - 01.09.2001, Page 313
SKÍRNIR
PERSÓNUR OG LEIKENDUR
577
ELDRI LEIKKONAN: [...] Ertu hamingjusöm?
UNGA LEIKKONAN: Já. - Ef þú ert hamingjusöm.
ELDRI LEIKKONAN: Ég er hamingjusöm.
UNGA LEIKKONAN: Þá er ég hamingjusöm. (15, sjá einnig 46 og
54)
í Hagan, Elektra má einnig greina ýmiss konar erfiðleika í samskiptum
mæðgnanna aðra en þá sem skapast af þessum óljósu mörkum. Á milli
þeirra virðist t.d. vera stöðug valdabarátta og hefur ýmist móðirin eða
dóttirin yfirhöndina í þeim átökum.
Sagan.á sviðinu og sagan á tjaldinu
Ef við skoðum aðstæðurnar á sviðinu eða á nútíðarsviði leikritsins er ljóst
að mæðgurnar tvær dveljast í nokkurs konar einangrun eða sjálfskipaðri
útlegð. Þær eru á friðsælum stað þar sem þögnin ríkir og ekki er von á
neinum (sjá t.d. bls. 13, 15 og 22). Þetta er staður án bóka og án blóma,
staður sem er gjörsneyddur öllu sem hugsanlega gæti „afvegaleitt tilfinn-
ingu [þeirra] fyrir því sem er. Truflað skynjun [þeirra] á nútíðinni“ (17).
Þessi óræði staður virðist einnig vera handan allrar venjubundinnar tíma-
skynjunar. Fyrsta setningin sem móðirin segir hljómar þannig: „Liljurn-
ar hljóta að standa í blóma núna, ef það er vor...“ (9). Hún virðist ekki
vita hvort það sé vor enda hafa „ferðir himintunglanna engin áhrif" á þess-
um stað (sjá 62-63). Á öðrum stað spyr dóttirin: „hvaða dagur skyldi vera
í dag? Hvaða mánuður, hvaða ár?!“ (22).
Það hvarflar fljótlega að lesanda að hugsanlega séu mæðgurnar á ein-
hvers konar sjúkrastofnun í þeim tilgangi að hvíla sig eða ná sér eftir áfall.
Þetta er þó alls ekki víst og verður hver og einn að gera það upp við sig
hvers konar „athvarf" um er að ræða. Það virðist þó óhætt að álykta að
tilgangur dvalar mæðgnanna á þessum stað sé hvíld og það virðist ekki
síst dóttirin sem er hvíldarinnar þurfi. Hún virðist útkeyrð á sál og lík-
ama:
ELDRI LEIKKONAN: [...] Þú þarft alltaf að vera að leggja þig. Það
mætti halda að ... Já, mér finnst það hreint og beint óeðlilegt með unga
manneskju eins og þig, að þurfa statt og stöðugt að vera að leggja sig.
Kannski þú ættir að láta líta á þig, elskan. Ekki viljum við að þú sért
lasin. Ekki viljum við að einhver óværa skjóti rótum innra með þér og
fari að gera usla sem hægt væri að koma í veg fyrir með auðveldum
hætti. Viltu ekki að ég hringi í lækni? (19)
Við fyrstu sýn virðist móðirin hafa öll ráð í hendi sér. Hún er frískleg,
hvetur dóttur sína til þess að „gera sér glaðan dag“ og „njóta lífsins" (9),
en umfram allt hvetur hún hana til þess að „hugsa ekki“ (sjá 10, 12, 15,
23). Hún hvetur hana einnig til að hvíla sig og tala ekki, nema þá um það