Skírnir - 01.09.2001, Page 315
SKÍRNIR
PERSÓNUR OG LEIKENDUR
579
ungan karlmann sem býður ungri stúlku, sem móðirin leikur, í bíltúr. I
bíltúrnum daðra stúlkan og karlmaðurinn á meðan hann eykur smám
saman hraða bifreiðarinnar. Þau ásaka hvort annað um að sigla undir
fölsku flaggi og stúlkunni fer að verða órótt þegar maðurinn stígur bens-
ínið í botn svo að bifreiðin þeysist áfram á ofsahraða. Stúlkan (móðirin)
grátbiður manninn (dótturina) um að stöðva bifreiðina og í lýsingu höf-
undar segir: yyA hámarki hraðans tekur hún ákvörðun, hægir smám sam-
an ferðina, það vælir í hjólum oghremsum unsþærnema staðar“ (72). Eft-
ir að bifreiðin stöðvast dettur móðirin „út úr hlutverkinu" og segir: „Guð
minn góður ... Ætlaðirðu að ... Nú gengurðu of langt... Heyrirðu það?!
Þú hefur gengið of langt! {Hún stendur upp í örvilnan. Æðir svo út af
sviðinu)“ (72). Hér lýstur saman leik og raunveruleika í huga móðurinn-
ar sem upplifir atvikið sem morðtilraun dóttur sinnar og karlmannsgervi
hennar gæti þá vísað til móðurmorðingjans Orestesar. Hvað gerðist í
framhaldi af þessu atviki fáum við ekki að vita að öðru leyti en því að
mæðgurnar hættu að leika, leikur þeirra var orðinn of hættulegur.
I raun hefur orðið hér áhugaverður umsnúningur á leik og raunveru-
leika, vegna þess að svo virðist sem að leikurinn geri dótturinni fært að tjá
tilfinningar og líðan sem hún getur ekki tjáð utan sviðs. Móðir hennar
segir á einum stað þegar hún er að lýsa óánægju sinni með hirðuleysi
dótturinnar um útlit sitt: „Það var ekki nema á sviðinu sem þú varðst allt
öðruvísi... Þar réttirðu úr þér. Þar barstu höfuðið hátt. Þar varstu elegant
...“ (13). Leiklistin virðist búa yfir frelsandi afli fyrir ungu konuna, hún
breytist úr bældri dóttur í sterka sjálfstæða manneskju. En í því afli er
einnig fólgin hætta því leiklistin leysir úr læðingi tilfinningar sem dóttir-
in ræður ekki að öllu leyti við. Hún getur ekki falið sig á bak við „grím-
ur raunveruleikans“ þegar hún er komin á sviðið, hún er berskjölduð:
UNGA LEIKKONAN: [...] Þú veist að á sviðinu gátum við ekki
falið okkur á bak við grímur raunveruleikans. Manstu ...? Manstu
ekki? Sviðið er kalt og bert ... Við gengum þar fram og grimm birtan
helltist yfir okkur ... Þar var ekkert skjól... Hvergi athvarf ... Manstu
ingu þar sem móðirin leikur unga stúlku og dóttirin leikur karlmann með held-
ur vafasamar áætlanir. „Móðirin hefur viðhaldið æskublóma sínum með því að
láta dótturina leika vonbiðla, við fáum ekki að vita hvers konar leikþættir hafa
spunnist á milli þeirra en veigamikill hluti leikritsins er fólginn í kvikmynd sem
lýsir síðustu sýningu þeirra af þessu tagi,“ segir Viðar.“ í Hægan, Elektra seg-
ir móðirin aftur á móti, þegar hún ávarpar áhorfendur: „[...] - Skemmst er frá
því að segja að ég og ... dóttir mín ... höfum nú um alllangt skeið verið að æfa
okkur í þeirri list sem nefnd hefur verið spuni [...] Nú er svo komið að við telj-
um okkur tilbúnar til að láta á okkur reyna fyrir framan áhorfendur og vona ég
að þessi frumraun okkar verði áhugaverð reynsla fyrir okkur öll ...“ (7-8
(skáletrun mín)).