Skírnir - 01.09.2001, Page 319
SKÍRNIR
PERSÓNUR OG LEIKENDUR
583
ég, ég hef verið að bíða eftir þér [...] ég stend upp og ætla að ganga til
hans. Ég sný mér við ... En þá er þar enginn .... (23-24)
Þótt greinilega sé gefið í skyn að þetta sé hugarburður ungu leikkonunn-
ar óttast móðir hennar engu að síður þetta tal: „Hér er enginn, nema við
og þessi þarna ... Komdu því inn í hausinn á þér ... Hingað kemur eng-
inn. Hingað á enginn erindi!“ (24). En samt er hún forvitin og vill heyra
meira um þennan mann sem dóttir hennar bíður eftir: „Hvernig var hann
... þessi...? [...] Segðu mérþað ... Ég skal hlusta ... Ég skal vera stillt...“
(28). Þá fáum við að vita að hann er fallegur, kvenlegur, líkur dótturinni
og hún lýsir honum nánar: „Með eins hár. Eins hendur. Og skórnir af mér
pössuðu á hann“ (28). í leikritum Sófoklesar og Evripídesar, Elektru, ber
Elektra kennsl á bróður sinn með því að bera saman lokk úr hári hans við
hár sitt: „Sjá þennan lokk; já, legg hann við þitt eigið hár, og hyggjum að,
hvort ekki er samur litur hans.“25 Einnig er í leikriti Evripídesar vísað til
fótalags systkinanna: „Þá skaltu bera fótalag þitt við fótspor hans og sjá
hvort ekki er sama mótið“26 og til örs sem Orestes ber við augabrún. í
leikriti Sófoklesar er einnig vísað til hrings og siglis föðurins sem Orestes
geymir. í Hægan, Elektra höfum við því óbeinar vísanir í tvö þessara
tákna sem sanna bróðernið: háralitinn og fótsporið. Að vissu leyti nærir
móðirin þessa ímyndun dótturinnar með því að krefja hana sagna:
ELDRI LEIKKONAN (ísmeygilega): Segðu mér, þessi maður ...
Hefurðu hitt hann, eftir þetta?
UNGA LEIKKONAN: Þú veist að hann er aðeins ímyndun.
ELDRI LEIKKONAN: Já, en hefurðu hitt hann, meina ég. í hugan-
um, eftir þetta ...
UNGA LEIKKONAN: Og ef svo væri?
ELDRI LEIKKONAN: Þú ert ekki með réttu ráði! Hver er hann?
Segðu mér það! (56)
Móðirin skynjar að sér stafar einhver hætta af þessum hugarburði dóttur-
innar og í huga hennar takast á forvitni og ótti. En hún hæðist einnig að
dóttur sinni: „Auminginn ... Auminginn, bíður og bíður daginn út og inn
eftir þessum manni sem er ekki til! Klæðskiptingur. Klæðskiptingur!
Bróðir minn, segir hún. Ég hef ekki heyrt það betra. Ég hef aldrei á minni
lífsfæddri ævi heyrt það betra! (Hún öskrar af hlátri.)“ (65). Tengsl
mannsins við Orestes eru síðan áréttuð svo ekki verður um villst í risi
leikritsins. Atriðið hefst á því að móðirin spyr „ísmeygilega“ hvort „þessi
klæðskiptingur" hafi síðan komið fram. Dóttirin neitar því en segist hafa
sent hann burt:
25 Grískir harmleikir, 1990, línur 520-21, bls. 637.
26 Sama rit, línur 534-35, bls. 637.