Skírnir - 01.09.2001, Síða 320
584
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR
SKÍRNIR
UNGA LEIKKONAN: [...] ég sendi hann í burtu. Ég bar hann
burtu og fann honum felustað, vertu hér sagði ég, hvíldu þig og
komdu svo seinna þegar þú hefur safnað kröftum og sæktu mig.
ELDRI LEIKKONAN (hæðin): Og síðan þá hefur hann ekki látið
sjá sig ...
UNGA LEIKKONAN: Hann kemur. Bíddu, sagði hann. Bíddu eft-
ir mér. Bíddu. Elektra.
ELDRI LEIKKONAN: Hættu þessu nú! Hættu! í eitt skipti fyrir
öll!
UNGA LEIKKONAN: Hlustaðu ... (68)
Eftir þessi orðaskipti fer myndin á tjaldinu af stað og í fyrsta og eina
skiptið í leikritinu fléttast frásagnirnar tvær saman, eins og áður er getið.
Á meðan unga leikkonan á tjaldinu eykur hraða bifreiðarinnar og eldri
leikkonan fer að óttast um líf sitt „heyrir“ unga leikkonan á sviðinu í
þeim sem hún hefur beðið eftir og hún ímyndar sér orð hans:
Hann segir, ég hef hugsað til þín alveg síðan þú sendir mig í burtu og
undirbúið komu mína hingað og nú er ég kominn ... [...] Þú ert svo
tekin, svo gömul, ég hugsaði: Getur þetta verið hún, er það mögulegt
að þetta sé hún, systir mín? Og þá segi ég, ég ætlaði heldur ekki að
þekkja þig ... Ert þetta í raun og veru þú? Sjáðu þessa fléttu segði
hann þá og rétti mér hana, ég lagði hana á leiði föður míns og bjóst við
að þú myndir finna hana þar og vita þá að ég væri væntanlegur en þeg-
ar ég kom þar við nú áðan sá ég að fléttan lá þar enn óhreyfð. Já, segði
ég. Mér þykir það leitt, en ég hef ekki farið að gröf föður míns í mörg
ár, ekki síðan ... Ég hef ekki farið að gröf föður míns í mörg ár ...
(69-70)
Eins og sjá má er þessi texti krökkur af beinum vísunum í Elektru grísku
skáldanna og meðan dóttirin talar grátbænir móðir hennar hana að hætta
og að koma „aftur til sjálfrar [sín]“ (70). En spennan magnast innra með
dótturinni og um leið og hraði bifreiðarinnar á tjaldinu nær hámarki
„œðir [hún] í áttina að móður sinni“ og ákallar „bróður“ sinn (71). Á
tjaldinu hættir unga leikkonan við á síðustu stundu og stöðvar bifreiðina,
á sviðinu grípur sviðsstjórinn inn í og kemur í veg fyrir að hún nái til
móður sinnar.
Síðasta atriði leikritsins, áður en leikkonurnar „detta út úr hlutverkum
sínum“, er athyglisvert. Skyndilega er engu líkara en að dóttirin sé orðin
ungbarn á ný sem er að læra að stíga sín fyrstu skref:
ELDRI LEIKKONAN: Svona nú, komdu nú hérna til mín ...
Komdu nú ... Ekki hrædd, stígðu eitt skref, svo annað, komdu nú ...
Unga leikkonan verður eins og barn sem er að stíga sín fyrstu skref
upp á eigin spýtur.