Skírnir - 01.09.2001, Page 323
SKÍRNIR
PERSÓNUR OG LEIKENDUR
587
þegar fram liðu stundir ... þá gerðist eitthvað, sagði ég. Var það ekki?
Með tímanum þá dugði það ekki til, var það ... ? Það var ekki nóg fyr-
ir hann að horfa bara á hana af myndum, var það? Hann vildi meira,
ennþá meira, var það ekki? Var það ekki?! Segðu mér það. Það er þess
vegna sem þú ert kominn hingað, á þennan stað! Það er þess vegna
sem þú kemur fram í þessari fáránlegu múnderingu, á þessum stað, er
það ekki?! Það er þess vegna sem þú ert klæðskiptingur! Er það ekki!?
- Hann hörfaði. Hræddur. Eins og ég hefði stungið hann. - Ég veit
ekki við hvað þú átt, sagði hann. Ég veit ekki um hvað þú ert að tala,
sagði hann. Ég veit ekki um hvað þú ert eiginlega að tala! Sagði hann.
(55-56)
Hér gefur dóttirin í skyn að faðirinn hafi neytt son sinn til þess að klæð-
ast kvenfötum og dansa fyrir sig; hann hafi m.ö.o. neytt hann til þess að
gerast staðgengill hinnar dáðu leikkonu og við getum síðan ímyndað
okkur að í framhaldi af því hafi sonurinn þurft að taka þátt í kynferðis-
legum athöfnum með föður sínum. I þessu atriði leikritsins virðist því fel-
ast vísbending um sifjaspell föður og sonar og nærtækt er þá að álykta að
sama hafi verið uppi á teningnum á milli föður og dóttur. í því ljósi verður
hin mikla spenna á milli móður og dóttur, sem lýst er hér að framan, skilj-
anleg. í því ljósi verða hinar sterku, sjúklegu tilfinningar sem dóttirin þarf
að kljást við einnig skiljanlegar. Síðast en ekki síst þá verða þagnirnar í
samtölum þeirra skiljanlegar - eða eins og segir á einum stað í verkinu:
ELDRI LEIKKONAN: Þú verður að skilja ... ég er ekki ... þú skil-
ur það er það ekki ...? Við getum ekki setið hér hlið við hlið án þess
að það gildi vissar reglur ...
UNGA LEIKKONAN: Auðvitað. Auðvitað skil ég það. Nú skulum
við þegja. Nú skulum við þegja. Það sem eftir er ... (57)
Lokaorð
Það er fjarri því að þeir þræðir sem hér hafa verið raktir segi allt sem hægt
er að segja um leikritin tvö, Einhver í dyrunum og Hægan, Elektra. Ég
hef einkum haldið mig við þau sálfræðilegu mynstur sem greina má hjá
leikkonunum sem eru aðaipersónur leikritanna og hafa valdið þeim áföll-
um og átökum sem þar eru í brennidepli. Ég vil að lokum benda á að gam-
an gæti verið að rekja þræði úr báðum þessum leikritum saman við þræði
úr kvikmynd Ingmars Bergmans, Persona (1966). í kvikmynd Bergmans
er fjallað um samband tveggja kvenna, leikkonu og hjúkrunarkonu, sem
dveljast í sumarbústað þar sem leikkonan er að jafna sig eftir einhvers
konar áfall sem hún varð fyrir þegar hún lék í Elektru á sviði. Við vitum
ekki í hvaða hlutverki hún var (hvort hún lék Elektru eða Klýtæmnestru)