Skírnir - 01.09.2001, Side 326
590
GUNNAR J. ÁRNASON
SKÍRNIR
irnar öðrum. En hugsanlega er önnur leið til, sem felst í því að líta til þess
að Þorvaldur er listamaður sem lifir á tímum þegar mörk milli listgreina
hafa rofnað og litið er á listgrein sem tækifæri til að koma hugmynd í
skynjanlegt form. Það sem ég hef í huga er listamaður eins og Magnús
Pálsson, sem síðastliðna þrjá áratugi hefur boðið öllum rótgrónum af-
mörkunum á listgreinum birginn, og gert verk sem eru á mörkum ólíkra
listgreina, með aðferðum sem er varla hægt að kenna við eina listgrein
frekar en aðra.
Ef einblínt er á þau verk sem Þorvaldur hefur unnið í nafni myndlist-
ar þá eiga þau margt sameiginlegt með þeirri hreyfingu síð-konseptlistar
sem hefur verið mjög útbreidd á síðasta áratug. Fyrirmyndirnar er að
finna í hugmynda- og flúxuslist sjöunda og áttunda áratugarins, sem
Magnús Pálsson var þátttakandi í. Sú söguskýring fékk staðfestingu með
sýningu á verkum bandaríska listamannsins Johns Baldessari í Listasafni
Reykjavíkur fyrr á þessu ári. Þorvaldur var sýningarstjóri þeirrar sýning-
ar og skrifaði formála að sýningarskrá þar sem kemur fram að Baldessari
hafi verið honum, ásamt mörgum öðrum íslenskum myndlistarmönnum,
mikilvæg fyrirmynd á námsárunum.1 Baldessari hefur verið kenndur við
hreyfingu hugmyndalistar á vesturströnd Bandaríkjanna á sjöunda ára-
tugnum, en var í anda skyldari hinum villtu flúxusmönnum eins og Ge-
orges Brecht og John Cage, heldur en harðlínukonseptmönnum eins og
Joseph Kosuth og Lawrence Wiener. Þótt sjá megi skyldleika við verk
Baldessaris frá sjöunda áratugnum, t.d. bókverkum og örsögum, þá var
það ekki síst andinn í listsköpun hans sem var Þorvaldi innblástur. „Hann
hefur kennt mér“, segir Þorvaldur, „að ekkert er þess virði að taka það of
alvarlega en allt er þess virði að skoða það örlítið betur.“2
Það sem var einkennandi fyrir list Baldessaris, og er ríkt í síðkonsept-
list síðasta áratugar, er að myndlistarmaðurinn er jafnframt sviðsmaður -
hann er á staðnum, setur hluti á svið, skapar viðburði. Hann leitar ekki
skjóls í einangrun vinnustofunnar, eða felur sig bak við verk sín, verndað-
ur af hvítum veggjum sýningarsalanna. Víða í samtímalist undanfarinna
ára má sjá merki þess hvernig listamenn hafa gert hlutverk listamannsins
og stöðu í samfélaginu að viðfangsefni. Sem dæmi má nefna listamennina
Ólaf S. Gíslason, Hannes Lárusson, Ásmund Ásmundsson og Þórodd
Bjarnason. Svo virðist sem að róttæk og framsækin afstaða gagnvart lista-
verkinu dugi skammt, slík afstaða verði einnig að beinast að listamannin-
1 Baldessari, Á meðan eitthvað er að gerast hér, er eitthvað annað að gerast þar:
Verk 1965-2001, Listasafn Reykjavíkur, 2001.
2 Baldessari, bls. 20.