Skírnir - 01.09.2001, Page 327
SKÍRNIR
ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON
591
um sjálfum. Á tímum fjölhyggju og einstaklingshyggju er síður spurt um
hver sé tilgangur listarinnar, heldur frekar hvert sé hlutverk listamanns-
ins. Ástæðan er ef til vill sú að við aðstæður þar sem engin fyrirstaða er
og engin hindrun í vegi fyrir frelsi listamannsins beinist athyglin í aukn-
um mæli að því hvað býr að baki, hver stendur fyrir hlutunum og af
hvaða hvötum.
Sú staðreynd, til dæmis, að Þorvaldur hefur kosið að vinna í fleiri en
einni listgrein endurspeglar á vissan hátt mótþróa við ákveðna hugmynd
um listamanninn, sem sagt að myndlistarmaður geti ekki líka verið rithöf-
undur, að hann verði, þegar upp er staðið, að gera upp við sig hvort hann
sé myndlistarmaður sem skrifar, eða rithöfundur sem málar. Spurningin
vaknar hvort það sé eitthvert vit í því að líta á myndlist hans sem nokk-
urs konar leikhús, með sviði, hlutverkaskipan og fléttu? Þetta er hug-
mynd sem er ekki þess virði að taka of alvarlega, en við skulum þó skoða
hana örlítið betur.
Svið
Árið 1992 gaf bókaútgáfan Bjartur út safn vasaleikrita og örsagna eftir
Þorvald, Engil meðal dhorfenda. Flest vasaleikrit sín byrjar Þorvaldur
með lýsingu á sviði og umgjörð, eins og við er að búast í handriti að leik-
riti. I fyrstu sögunni í Englum meðal áhorfenda, sem heitir einfaldlega
„Svið“, er sögumaður staddur á myrkvuðu sviði, augu hans aðlagast
myrkrinu og átta sig smám saman á umhverfi sínu á meðan hann bíður
eftir því að tjaldið verði dregið frá. Myndlistarverk Þorvalds eru einnig
sviðsett í þeim skilningi að hann býr þeim umgjörð sem afmarkar nokk-
urs konar leikvöll verksins. Þetta birtist skýrt í innsetningum, mynd-
böndum og gjörningum, sem eru ýmist sett upp í sýningarsölum eða á
opinberum stöðum.
í innsetningunni „Söngskemmtun" stígur áhorfandinn óafvitandi inn
á sviðið og verður hluti af sviðsetningunni. Verkið var fyrst sett upp 1998
í litlum sýningarsal við Vesturgötu, 20m2. Þegar gengið var inn í salinn
blasti við fatahengi sem var fullt af gamaldags yfirhöfnum. í gegnum dyr
barst hljómur af kórsöng, þar sem flutt voru gömul og góð íslensk
sönglög. Á dyrunum, að því sem virtist vera hljómleikasalurinn, var miði
sem á stóð: „Gjörið svo vel að trufla ekki meðan á tónleikunum stendur."
Á meðan áhorfandinn hikaði og reyndi að átta sig á því hvað hann ætti að
gera, varð hann óafvitandi hluti af sviðsetningunni - hann hélt að hann
stæði „fyrir utan“, en var þvert á móti í miðju verksins og, í vissum skiln-
ingi, meginviðfangsefni þess. Sú hugmynd og tilfinning í huga áhorfand-