Skírnir - 01.09.2001, Page 328
592
GUNNAR J. ÁRNASON
SKÍRNIR
ans, að vera skilinn útundan, að hafa misst af einhverju, orðið of seinn,
varð að inntaki verksins.
Persónur og hlutverk
í bókinni Engill meðal áhorfenda eru mörg kostuleg samtöl. „Samtal í
brennandi húsi“ er samtal milli konu og slökkviliðsmanns sem er kominn
til að bjarga henni, og kynnir sig með því að segja: „Vertu ekki hrædd. Ég
er kominn inn í eldinn til þess að bjarga þér frá því að brenna." Konan
verður björguninni fegin og upp úr því spinnst samtal þar sem rætt er um
hlutskipti slökkviliðsmanna og þær dyggðir sem þeir þurfa að búa yfir til
að stunda starf sitt af kostgæfni. Slökkviliðsmaðurinn klykkir út með
þessum orðum: „Ég er aðeins lítið tannhjól í flóknu gangvirki samfélags-
ins þar sem við erum öll að hjálpast að við að gera lífið bjartara í dag en í
gær.“3 Og þar með er hann rokinn í næsta útkall.
Sviðsetningin er aðeins baksvið fyrir persónur og samskipti þeirra. í
örsögunum eru persónur kynntar til sögunnar á ópersónulegan hátt, sem
slökkviliðsmaður, þjónn eða viðskiptavinur. í gjörningum og mynd-
bandsverkum Þorvalds er aðalviðfangsefnið fólk, samskipti þess og þau
hlutverk sem það leikur í lífinu.
Árið 1999 tók Þorvaldur þátt í sýningu í Amsterdam, Midnight walk-
ers, city sleepers, sem var helguð rauða hverfinu í borginni. Framlag Þor-
valds var kvikmynd unnin í samvinnu við kvikmyndagerðarmanninn
Ólaf Jóhannesson. Myndin hefur vakið talsverða athygli og verið sýnd
víða, og er enn á flakki milli staða, en hefur aðeins verið sýnd einu sinni
á stuttmyndahátíð hér á landi. Myndin heitir Jesus is closer to home, og
byggist á viðtölum við fólk úr rauða hverfinu. Þorvaldur fékk til liðs við
sig hótelstjóra, sem lagði til hótelherbergi þar sem tökur fóru fram. í
myndinni, sem er 28 mínútna löng, er fylgst með átta einstaklingum sem
tala um fortíð sína, drauma og þrár, og áhorfandinn fær að kynnast þeim
örlítið í gegnum eintal þeirra og mynda sér skoðanir á því hvers konar
fólk þarna er á ferðinni. í lok myndarinnar kemur fólkið síðan fram aft-
ur og kynnir sig á hefðbundinn hátt í sínu rétta umhverfi og vinnustað,
með nafni, aldri og starfsgrein.
Myndin sýnir fram á hvað starfsheiti geta gefið okkur villandi og staðl-
aðar hugmyndir um fólk. Þorvaldur spilar á þær ómeðvituðu hugmyndir
sem við gerum okkur um hvernig innræti fólks ræðst af því hvaða hlut-
3 Engill meðal áhorfenda, Reykjavík 1992, bls. 7.