Skírnir - 01.09.2001, Page 329
SKÍRNIR
ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON
593
verki það gegnir í lífinu. Hlutunum er snúið við, og við kynnumst per-
sónulegum hugsunum fólksins áður en við fáum að vita hver staða þess er
í samfélaginu. Sá sem virtist vera lífsþreyttur og forhertur glæpamaður
reyndist vera vinsæll og dáður lögreglumaður í hverfinu, með áratuga
reynslu að baki.
Að þykjast eða ekkiþykjast, það er efinn
List er þykjustuleikur - mætti umorða elstu kenningu sem til er um list.
En hvar eru mörkin milli þykjustunnar og alvöru?
Most real death er myndband sem Þorvaldur gerði fyrir sýninguna
Omstilling sem haldin var í Svíþjóð árið 2000. í myndbandinu sjáum við
hvern Svíann á fætur öðrum stilla sér upp á gólfmottu í litlu herbergi og
gefa upp öndina með krampakenndum tilþrifum fyrir ímynduðum byssu-
kúlum. Hver um sig reynir að leika raunverulegasta dauðdagann.
Nú í sumar var æfingin endurtekin í myndbandsverkinu Most Real
Death 2001 á sýningu í Mílanó. í þetta sinn var blóðbaðið sviðsett í fögru
umhverfi, m.a. í almenningsgarði og safni, þar sem hópur fólks stillti sér
upp hreyfingarlaust. Eftir stutta stund er friðsælli uppstillingunni sundr-
að með vélbyssugelti og fólkið í myndinni er sallað niður af kúlnahríð.
Og þegar skothríðinni linnir, og fórnarlömbin eru orðin kyrr á ný eftir
dauðateygjurnar, er jafnmikill friður yfir uppstillingunni og áður. Það
eina sem breyst hefur er líkamsstaða fórnarlambanna.
Mörkin milli þykjustuleiksins og raunveruleikans verða þó öllu áleitn-
ari í öðru myndbandsverki, Document on Disappearance, eða „Heimild
um mannshvarf", sem Þorvaldur gerði í samvinnu við nemendur Valland-
listaháskólans í Svíþjóð, þar sem hann var gestakennari. Verkið var sýnt í
Gautaborg í fyrra. Myndin er hugsuð sem heimildarmynd um ímyndaða
stúlku, Malin Bergström, sem er einkaritari á auglýsingastofu, þar til hún
hverfur einn góðan veðurdag í janúar 2000. Lýst er viðbrögðum aðstand-
enda og vinnufélaga, og reynt að varpa ljósi á ástæður þess að fólk hverf-
ur sporlaust. Við gerð myndarinnar fól Þorvaldur nemendum sínum að
hafa uppi á fólki sem í raun og veru hafði orðið fyrir því að náinn ættingi
eða vinur þess hvarf eða lést. Tekið var viðtal við fólkið um hvarf hinnar
ímynduðu stúlku, en það fékk þau fyrirmæli að tala um týndu stúlkuna
eins og hún væri sú sem þau hefðu í raun misst. Engin tilraun var gerð til
að blekkja áhorfendur með því að láta þá halda að Malin væri í raun til,
t.d. komu fram í myndinni tvær mæður sem töluðu um missi dóttur sinn-
ar. En þótt fólkið væri að taka þátt x þykjustuleik var ljóst að hugsanir
þess og tilfinningar snerust um raunverulega atburði.