Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.10.2018, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 27.10.2018, Qupperneq 16
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Einn sak- borninga í málinu, Lárus Welding, var bankastjóri í rúmt ár, en hefur verið fyrir dómi í sjö. Laugardaginn 23. mars árið 1918 flæktist þýsk kona, Annie Riethof að nafni, óvænt inn í sögu Íslands þegar hún talaði í fyrsta skipti við strák sem hún var skotin í. Strákurinn var íslenskur og hét Jón Þorleifsson en kallaði sig Jón Leifs. Annie kynntist Jóni í Leipzig í Þýska- landi en þar stunduðu þau bæði nám í píanóleik. Annie var komin af efnuðu fólki og hafði alist upp á heimili þar sem menning og listir voru í hávegum hafðar. Jón hafði hins vegar alist upp í Reykjavík sem við upphaf 20. aldar var sex þúsund manna þorp þar sem menningarlífið var fábreytt. Neisti á milli tónlistarnemendanna tveggja varð fljótt að miklu ástarbáli. Annie og Jón gengu í hjónaband, þvert á vilja foreldra sinna. En lífið að tónlistarnáminu loknu var enginn dans á rósum. Þótt pabbi Anniear væri auðugur verksmiðjujöfur tók við sár fátækt hjá ungu hjónunum. Annie og Jón reyndu hvað þau gátu að fram- fleyta sér sem tónlistarfólk en upp úr því var lítið að hafa. Þótt Annie og Jón ætluðu sér bæði að verða frægir tón- listarmenn sat ferill Anniear oft á hakanum. Tími hennar fór í að huga að frama Jóns, hjálpa honum að fá inn- blástur, hjúkra honum í veikindum og koma tónsmíðum hans á framfæri. Fórnfýsi Anniear átti sér engin takmörk. Árið 1926 ákvað Jón að flytja sinfóníuhljómsveit frá Þýskalandi til Íslands. Lifandi leikur slíkrar hljómsveitar hafði aldrei fyrr heyrst hér á landi. Annie hjálpaði Jóni við undir- búninginn. Auk þess lagði hún fram flygilinn sinn sem veð gegn hugsanlegu tapi á tónleikaferðinni. Að vera án hljóðfæris setti ungum og upprennandi píanista miklar skorður. Þótt Annie, Jón og dætur þeirra tvær, Snót og Líf, væru stundum við það að svelta vegna fátæktar hvatti Annie mann sinn alltaf til að einbeita sér heldur að listsköpun en að fá sér venjulega vinnu eins og foreldrar þeirra beggja vildu að hann gerði. En óveðursský hrönnuðust upp við sjóndeildarhringinn. Persónuleg martröð Árið 1933 komst Adolf Hitler til valda í Þýskalandi. Annie var gyðingur. Móðir Anniear var tekin af lífi í gasklefa í útrýmingarbúðum í Póllandi. Annie, Jón og dæturnar flúðu frá Þýskalandi til Svíþjóðar. Við komuna til Svíþjóðar varð Jón ástfanginn af forstöðukonu gistiheimilisins sem fjölskyldan dvaldi á. Jón krafðist skilnaðar. Persónuleg martröð Anniear var þó aðeins rétt að byrja. Þann 12. júlí árið 1947 hringdi síminn. Á línunni var sænskur fiðluleikari sem Líf dvaldist hjá á sumrin og sótti fiðlutíma hjá. Líf byrjaði hvern dag á því að synda í sjónum undan vesturströnd Svíþjóðar. En þennan dag hafði hún aldrei snúið til baka. Leitað var að Líf í sjónum úr vélbátum, togurum og flugvélum. Á níunda degi kom lík stúlkunnar í leit- irnar. Líf var grafin í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Annie gat hvergi hugsað sér að búa nema nærri legstað dóttur sinnar. Annie og Snót fluttust inn í litla kjallaraíbúð í Reykjavík. En áföllin héldu áfram að dynja yfir. Snót greindist með geðklofa. Umönnun Snótar varð hlutskipti Anniear. Mörgum samtíðarmönnum Anniear fannst þessi útlenska kona skrítin. Þeir muna eftir henni þar sem hún gekk dökkklædd um götur bæjarins hægum skrefum ásamt Snót sem gekk alltaf nokkrum skrefum á eftir henni. Annie Leifs andaðist í Reykjavík árið 1970, sjötíu og þriggja ára að aldri. Hún var jarðsett við hlið Lífar í Fossvogskirkjugarði. Krafa um framtíð „Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efna- hagsleg völd,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í ræðu á kvennafrídaginn. Mér varð hugsað til Anniear Leifs. Bæði voru Annie Leifs og Jón Leifs merkilegar manneskjur og bæði áttu þau sér markverða ævi. Sagnfræðingar hafa skrifað fjölda bóka og greina um Jón. Öld eftir að Annie flæktist inn í sögu Íslands hefur enn enginn skrifað um hana bók. Þögnin um Annie er þögn um okkur allar. Pólitískt pláss, efnahagsleg völd og réttmætur sess í sögunni: Það er krafa okkar um framtíðina. Konan sem hvarf í nettri sveiflu Íslensk, sænsk og amerÍsk dægurlög FrÍkirkjan Í reykjavÍk, 1. nóvember kl. 12 Flytjendur: kristín sigurðardóttir, lilja eggertsdóttir og særún Harðardóttir, söngur gunnar gunnarsson, píanó Þorgrímur jónsson, kontrabassi erik Qvick, trommur Landsdómur hefur sýknað alla sakborninga í Aurum-málinu. Ákærur voru fyrst birtar 2012. Tíu ár eru frá hruni. Tíu ár er langur tími og umtals-verður hluti af starfsævi fólks. Síðan hefur hagkerfið gengið gegnum djúpa lægð, jafnað sig á ný, og upp- sveiflu sem nú virðist á enda. Í réttarsölum virðist tíminn hins vegar hafa staðið í stað. Þetta var í fjórða sinn sem réttað var í Aurum-málinu. Fyrst fór það fyrir héraðsdóm. Þar voru allir sýknaðir, þá fyrir Hæstarétt sem ógilti málatilbúnaðinn og lagði málið aftur fyrir héraðsdóm. Þegar málið var tekið aftur fyrir í héraðsdómi voru tveir sakborninga sakfelldir, en sá þriðji sýknaður. Nú hafa þeir allir verið sýknaðir fyrir Landsrétti, og ólíklegt að saksóknari geti áfrýjað málinu frekar. Því virðist endanlega lokið. Fjölmiðlar hafa eytt ófáum dálksentimetrum í málið. Vef- síða Morgunblaðsins tileinkar því sérstaka síðu. Þar eru 185 fréttir. Morgunblaðið taldi líka tilefni til þegar fjallað var um málið í síðasta sinn fyrir dómstólum að birta umfangsmikla umfjöllun um málið á heilli opnu í blaðinu. Forsíða blaðsins þann dag var tilvísun í yfirheyrslur sem áttu sér stað árið 2011. RÚV hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja. Einn sakborninga í málinu, Lárus Welding, var banka- stjóri í rúmt ár, en hefur verið fyrir dómi í sjö. Annar, Jón Ásgeir Jóhannesson, hefur sætt rannsóknum sleitulaust frá 2002. Eftirtekja ákæruvaldsins úr þeirri vegferð er rýr. Því hlýtur að mega velta því upp hvort niðurstaðan sé ekki sú að farið hafi verið af stað af meira kappi en forsjá? Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Jóns Ásgeirs virðist renna stoðum undir slíkar grunsemdir. Getur verið að sú litla dæmisaga sé að einhverju leyti birtingarmynd þess hvernig tekið hefur verið á hrun- málum? Höfum við látið kappið bera skynsemina ofurliði? Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, óttast að svo sé, og segir í bók sinni „Með lognið í fangið“ að dómarar á Íslandi hafi eftir bankahrunið fallið í þá gryfju að dæma eftir almenningsálitinu. Íslendingar fóru þá leið eftir bankahrunið, einir vest- rænna þjóða, að skipa með lagasetningu sérstakan sak- sóknara sem rannsaka skyldi og ákæra bankamenn og aðra einstaklinga sem taldir voru tengjast hruninu. Embættið var stofnað til að „sefa reiði [og] efla réttlætiskennd“, svo vitnað sé í frumvarp með lögunum. Hjá embættinu störfuðu þegar mest lét 110 manns, kostnaður var ærinn og kostaði skatt- borgara tæpa 7 milljarða króna á árunum 2009 til 2015. Þá er ótalinn sá kostnaður sem orðið hefur af hrunmálum eftir að verkefnin færðust til héraðssaksóknara. Beinn heildar- kostnaður er sennilega hátt í tíu milljarðar. Aldrei hefur jafnmiklu verið tjaldað til. Ótalinn er kostnaður dómstólanna, sakborninga, verj- enda og þau töpuðu samfélagslegu verðmæti sem felast í því að ungt, hæfileikaríkt fólk hafi í mörgum tilvikum þurft að gera hlé á störfum sínum í áratug meðan það beið úrlausnar sinna mála. Getur verið að dómur sögunnar verði sá að við höfum farið of geyst? Að einhverjir þeirra sem sætt hafa ákærum og refsivist hafi ekki notið allra þeirra mannrétt- inda sem við teljum sjálfsögð? Þegar dómur lá fyrir í Aurum-málinu sagði Morgun- blaðið, sem skrifað hafði 185 fréttir um málið, frá því í lítilli frétt á blaðsíðu sex. Kannski passaði sýknudómurinn ekki inn í þá mynd sem blaðið hafði dregið upp? Hver nennir að lesa um saklausa bankamenn? Blaðsíða sex 2 7 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 2 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 1 2 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 3 3 -B 7 D C 2 1 3 3 -B 6 A 0 2 1 3 3 -B 5 6 4 2 1 3 3 -B 4 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.