Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.10.2018, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 27.10.2018, Qupperneq 26
þá er það ekki inni í myndinni. Það væri svo auðvelt að veita aðgengi að stuðningi við flóttamennina okkar, en ekkert hreyfist. Þannig líka hefnist manni fyrir að vera heiðar- legur. Maður hefði kannski bara átt að hlaupa hraðar áfram án þess að spyrja nokkurn mann,“ segir Þor- björg kímin. „En þetta er alveg ótrú- legt, því auðvitað nota sérfræðingar til dæmis Skype, það vita það allir, en með því uppfylla þeir ekki lág- marks öryggiskröfur. Það er enginn að pæla í þeim.“ Það er allt í rugli Þorbjörg er ástríðufull þegar hún ræðir um hugarfóstur sitt. Hún segir hugmyndina geta sprungið út, allir geti notað Köru og haft gagn af. „Þegar kemur að skólunum þá er þetta stuðningur fyrir nemendur. En það er hægt að nota þetta í allt. Heilsugæslurnar, fangelsin okkar, lítil sveitarfélög úti á landi. Það er allt í rugli því það er ekki hægt að finna sérfræðinga til að vinna þarna. Staðan er líka sú að þessar stofnanir á vegum hins opinbera eru ekki skyldaðar eða fá ekki alvöru pening til að taka inn nýsköpun. Það er ekki nóg að kaupa bara áskrift að hugbúnaðinum, það þarf að breyta vinnulagi, hugarfari. Það er ekki hægt að henda þessu framan í fólk og segja: Nú skiptir þú um gír. Það þarf alltaf að fjárfesta í breytingum. Þú segir ekki á mánudegi: Jæja! Go digital!“ Er ekki stundum betra að sér- fræðingar setjist niður með skjól- stæðingum sínum? „Ég held að sérfræðingar muni nýta sér báðar leiðir. Þess vegna fannst okkur eðlilegt að hanna hug- búnað sem allir gætu notað. Ekki setja alla á netið og fyrirtækið væri eingöngu með þjónustu á netinu. Ég held að sérfræðingar vilji vera sérfræðingar í sínu, vinna í sínum teymum, og nota svo tæknina til að bæta aðgengið að fólki sem þarf á þjónustu þeirra að halda. En sveigj- anleikinn verður krafa skjólstæð- inga í framtíðinni. Heilsuþjónusta verður aðgengileg á netinu eins og bíómyndir eru í dag.“ Verðum að brjóta þessi síló Undanfarið hefur verið mikil umræða um greiningar barna. Er meira um greiningar hér en annars staðar? „Já, það hefur komið fram, en ég held að það hljóti að vera skekkja í því. Við gætum verið að sjá það að við grípum ekki nógu snemma inn í. Heilinn í okkur er þannig að því yngri sem við erum, því mót- tækilegri erum við. Það er það sem snemmtæk íhlutun þýðir. Þetta er svona klassískt óskiljanlegt hugtak, en sannarlega réttmætt fyrirbæri. Það á að ganga strax í verkefnin,“ segir Þorbjörg og hrósar leikskól- unum á Íslandi sérstaklega. „Þeir passa þetta, bíða ekki bara eftir greiningum. Sjá að það er eitt- hvað að og grípa inn í. En aftur, hafa ekki endilega aðgang að réttum sér- fræðingum. Ef við gætum bara boðið þeim upp á það,“ útskýrir hún. „Okkur er alveg sama hvort sér- fræðingar eru á launum hjá ríkinu, sveitarfélagi eða fá greitt frá ein- staklingum. Forritið spyr ekkert um það. Þetta er bara spurning um að setja barnið niður og fara í málið. Svo finna sérfræðingarnir út úr því hver borgar. Af hverju erum við alltaf að senda þetta fólk á mis- munandi staði út um allt? Af hverju er ekki bara skólinn, heilsugæslan eða hvaða stofnun sem er, sem hefur einhvern gagnagrunn þar sem þau geta fundið sérfræðinga sem henta hverju sinni og tengt viðkomandi áfram? Við verðum að brjóta niður þessi síló á milli kerfa – með tækninni!“ Það er allt að fara að breytast Enn sem komið er eru það mest- megnis einkaaðilar á Íslandi sem nota forritið. Og Greiningarmið- stöð Íslands. „Fyrsta alvöru opin- bera batteríið sem er að nota þetta,“ útskýrir hún. Mega þeir taka ákvörðun um það? „Það er mjög góð spurning. Ábyggilega ekki. En þau eru fram- sýn og voru að nota Skype en Kara er miklu öruggari og stenst nýju persónuverndarlögin. Aðrir eru kannski stopp því þeir spurðu ein- hvern hvort þeir mættu nota for- ritið. Mér finnst bara frábært að þau hafi tekið skrefið og ekki endilega spurt,“ segir Þorbjörg og hlær. „En án gríns, án þess að gera lítið úr reglugerðum, þá verður þetta að vera meira lifandi skjal. Það þarf ekki að opna sérhæfðar skrifstofur úti um allt og það er ekki hægt líkt og dæmin sanna. Tæknibyltingin er löngu hafin og þetta er ekki bara einhver nýstárleg hugmynd, að setja sérfræðiþjónustu á netið. Þetta er óumflýjanlegt dæmi. Við þurfum að tala um breytingarnar sem eru fram undan. Tæknin er að fara að breyta öllu. Það að plötubúðir séu ekki lengur til er að fara að gerast með alls konar aðra þjónustu. Af því að skjólstæðingurinn vill það. Hann mun stjórna ferðinni, ég og þú og börnin okkar, ekki ráðuneyti eða embættismenn.“ Laus við „pakkann“ og Hallbjörn Þorbjörg eyðir miklum tíma um þessar mundir í Stokkhólmi, þar sem nýtt útibú Köru er. Hún kann vel við sig. Þar segist hún laus við „pakkann“ sem fylgir því að hafa verið í stjórnmálum. „Það stimpla mig allir sem brútal Sjálfstæðis- mann. Svo er ekki síður fínt að vera laus við Hallbjörn [Karlsson],“ segir Þorbjörg og hlær og vísar þar í eigin- mann sinn. „Þá meina ég laus við að fólk viti hver hann er,“ en Hallbjörn er þekktur fjárfestir. „Ég get ekki sagt þér hversu oft ég hef heyrt sögur um að hann sé nú svo ríkur og þess vegna hafi það ekki verið neitt mál fyrir mig að stofna fyrirtæki. Jafnvel dekurverkefni. Við höfðum vissu- lega aðgang að þolinmóðu fjár- magni en einnig mjög útsjónarsama fjárfesta hjá Crowberry Capital og fleirum, styrki frá Tækniþróunar- sjóði og frábæra stjórn sem styrkir okkur og hvetur. Án þeirra væri þetta ekki hægt. Fyrst og fremst er teymið okkar fáránlega klárt og þrautseigt – og með góða og upp- byggilega vöru í höndunum. Það er alveg rétt að ég var í pólitík, og það hamlar mér kannski og kannski ekki með verkefnið á Íslandi. Ég hefði hins vegar aldrei getað gert þetta allt ef ég hefði ekki verið þar þessi ár. Ég sá hvað var að, hvað væri hægt að gera fyrir öll þessi sveitar- félög. Hugsaðu þér ef nokkur lítil sveitarfélög fyrir norðan myndu taka sig saman, samnýta fagfólkið sitt í gegnum tæknina, til dæmis náms- og starfsráðgjafa. Það er alltaf verið að tala um að loka skólum eða þjónustu á landsbyggðinni. Ég tala fyrir því að við hættum að reikna í fermetrum. Við erum ekkert að fara að loka þessum byggingum hvort eð er. Við eigum að reikna dæmið út frá tímum sem dýrmætt starfsfólk nýtir í að veita þjónustu, fjárfesta í þeim og nota tæknina til þess að bæta aðgengi að þeim.“ Klassísku, útlensku áhrifin Þorbjörg selur nú þjónustu Köru Connect til sveitarfélaga og skóla á Norðurlöndum. „Um daginn birti ég á Facebook smá texta því bæjarstjórinn í Óðinsvéum flutti opnunarræðu á ráðstefnu þar sem hann lofsamaði Köru. Ég fékk ótrú- lega mikil viðbrögð, meðal annars frá íslenskum stjórnmálamönnum sem fannst þetta geggjað. Ég gat ekki annað en brosað og hugsað um klass- ísku útlensku áhrifin á Íslendinga. Ég hef hvatt þau til þess að koma með okkur í þetta ferðalag ansi oft,“ segir Þorbjörg og hlær. Hún segir að í ákveðnum málum sé gott að líta til útlanda, en að við verðum að gera okkur grein fyrir styrkleikum Íslendinga hvað varðar menntun. „Við erum að gera góða hluti í okkar skólakerfi, til dæmis hvað varðar sköpun og áherslu á vináttu. Það sem kerfið okkar byggir að mörgu leyti á. Mér finnst við alveg mega klappa okkur á bakið, byggja á því og hlúa að okkar litla fjöreggi sem er flott skólastarf að mörgu leyti. Við erum oft að líta til Finnlands í menntamálum, en þeir eru allt öðruvísi en við. Miklu agaðri, skipu- lagðari. Við erum algjörar vinnuvélar miðað við þetta fólk og öðruvísi. Mér finnst skorta að við tölum jákvætt um það sem við erum góð í, eins og með sköpunina. Það er sú atvinnu- grein þar sem vélarnar og tæknin geta ekki leyst okkur af hólmi. Sama með tengsl og samkennd. Ég er ekki að draga úr mikilvægi lesturs eða stærðfræði, en að mínu mati á að taka þetta áfram – sem við erum best í.“ Troðum ekki breytingum í gegn Yngstu börn Þorbjargar ganga í Landakotsskóla. Er ekki erfitt að vera skólastjóri með mömmu eins og þig? Svona eins og læknar eru verstu sjúklingarnir? Þorbjörg hlær. „Ég held að þú verð- ir að spyrja Ingibjörgu skólastjóra að því! En ég hugsa að sumir kennarar hugsi mér stundum þegjandi þörf- ina.“ Hún segist meðvituð um stöðu kennarans. „Í hverjum bekk eru um fimm börn sem þurfa aðstoð, 20 prósent af krökkunum. Ég held að þetta rof sem er orðið, traustið sem hefur rofnað milli samfélagsins og kennara, sé vegna þess að við höfum sturtað verkefnum inn í menntakerfið sem eru mjög kostnaðarsöm án þess að fjármagn fylgi. Ég nefni skóla án aðgreiningar, styttingu framhalds- skólanna, lesfimiprófin, hvað sem helst. Þetta eru flott verkefni og það gengur allt en ég skil stöðu kennarans í öllu þessu, sem fær alltaf ný og ný verkefni án þess að fá fjármuni, inn- leiðingarferli eða breytingastjórnun. Ég held við séum ekki búin að sjá fyrir endann á þessu og að umrædd kulnun og rof á milli kennara og samfélags hverfist að miklu leyti um þessar breytingar. Við verðum að fjárfesta í að breyta, ekki troða bara ákvörðunum ofan í kokið á fólki.“ Hlustaði á embættismenn Þorbjörg segist sjá eftir því úr sínum pólitíska ferli að hafa ekki verið ákveðnari við að leggja til stórar breytingar. „Ég hlustaði of oft á rök embættismanna sem hugsa eins og kerfið. Ég er með stórt hjarta gagn- vart þessum börnum sem eiga erfitt. Ég vil lobbía fyrir þeim. Foreldrar barna sem eru í vandræðum eða eru veik eiga erfiðast með að gæta hags- muna þeirra, einfaldlega vegna þess að þau eru úrvinda. Foreldrar ADHD- barna eru til dæmis seint að fara að skrifa ráðherra á kvöldin. Það þarf einhver að tala fyrir þau og okkur vantar þessar hendur, þessi börn, í mikilvæg störf í framtíðinni. Við getum ekki sleppt því að fjárfesta í þessu núna og sagt svo eftir nokkur ár að við skiljum ekkert í auknum fjölda öryrkja. Við eigum og getum gripið inn í miklu fyrr en við erum að gera og við hreinlega verðum að gera það. Það er skylda okkar.“ Ég get ekki sagt þÉr hversu oft Ég hef heyrt sögur um að hann sÉ nú svo ríkur og þess vegna hafi það ekki verið neitt mál fyrir mig að stofna fyrirtæki. Jafnvel dekurverkefni. Ég hlustaði of oft á rök embættismanna sem hugsa eins og kerfið. Ég er með stórt hJarta gagnvart þessum börnum sem eiga erfitt. Ég vil lobbía fyrir þeim. Þorbjörg Helga segir ekki lengur hægt að troða breytingum ofan í kokið á kennurum. FréTTabLaðið/STeFán 2 7 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r26 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 1 2 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 3 3 -F C F C 2 1 3 3 -F B C 0 2 1 3 3 -F A 8 4 2 1 3 3 -F 9 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 1 2 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.