Fréttablaðið - 27.10.2018, Page 38

Fréttablaðið - 27.10.2018, Page 38
Dagur er þekktastur fyrir kraftmikinn söng en hann ákvað að fara út fyrir þæg- indarammann og syngja á rólegri nótunum í laginu Aldrei eitt eftir Júlí Heiðar Halldórsson. Lagið kom út í ágúst og náði m.a. toppsætinu á vinsældalista Bylgjunnar. „Ég hef mest sungið rokk og ról og verið með læti í gegnum tíðina en það er alltaf gaman að taka áskorunum og prófa eitthvað nýtt. Við Júlí Heiðar unnum saman í kringum Söngvakeppni Sjónvarps- ins í byrjun þessa árs. Hann samdi lagið Í stormi sem ég söng í keppn- inni. Það myndaðist gott samband á milli okkar og við erum að búa til músík saman, ásamt fleirum. Við stefnum á að koma með nýtt lag fljótlega,“ segir Dagur, sem vakti fyrst athygli þegar hann stóð uppi sem sigurvegari í Söngkeppni fram- haldsskólanna árið 2011. „Ég byrjaði í hljómsveit þegar ég Dagur er Reykvíkingur í húð og hár, alinn upp í Laugardalnum en býr núna í Vesturbænum. MynD/Stefán Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Útgefandi: Torg ehf ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteins- dóttir fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 512 5351 | elín Albertsdóttir, elin@ frettabladid.is, s. 512 5349 | Oddur freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Bryn- hildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 512 5347 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@ frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnars- dóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 512 5442, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429, var þrettán ára og hafði þar á undan verið að glamra á gítar með bróður mínum. Núna er ég orðinn tuttugu og átta ára og hef sungið í mörg ár. Þetta er bara það sem ég geri,“ segir Dagur, sem er borgarbarn í húð og hár og bjó í Laugardalnum í Reykjavík þar til hann fluttist í Vesturbæinn þar sem hann bý nú. Pakkar inn jólagjöfunum Í gærkvöldi söng Dagur nokkur lög í stórsýningunni Halloween Horror Show í Háskólabíói, ásamt fleiri listamönnum, og ætlar að endur- taka leikinn í kvöld. „Það er mikill kraftur í þessari tónleikasýningu. Við förum svo norður og sýnum á Akureyri í byrjun nóvember. Eftir þessa törn ætla ég að taka mér stutt frí og heimsækja systur mína sem býr rétt fyrir utan Man chester,“ segir Dagur en þegar hann kemur heim hefst undirbúningur fyrir næsta verkefni, sem er ekki af verri endanum. „Ég er svo heppinn að fá að koma fram með Jólagestum Björgvins í Eldborg í desember. Það leggst ótrú- lega vel í mig og er mikill heiður. Þetta verður í fyrsta sinn sem ég syng með Björgvini Halldórs- syni,“ segir Dagur og er augljóslega spenntur fyrir þessu verkefni. Hann segist þó ekki vera mikið jólabarn og helsti undirbúningur fyrir jólin sé að pakka inn jólagjöfum. Stefnir á plötu Þegar Dagur er spurður hvað honum finnist skemmtilegast að gera varðandi sönginn hugsar hann sig vel um. „Í raun fer það allt eftir stað og stund. Það getur verið frábært að syngja á stórum tónleikum eða sýningum en það er líka skemmtilegt að sitja með kassa- gítarinn og syngja á bar. Mér finnst einnig ótrúlega gaman að syngja í brúðkaupum og hef gert nokkuð af því.“ Eftir áramót syngur Dagur í sýningu sem er tileinkuð söngvar- anum ástsæla, Freddie Mercury. „Mér finnst gott að hafa mikið að gera. Svo er aldrei að vita nema við Júlí Heiðar náum að gefa út plötu á næsta ári. Það er að minnsta kosti á stefnuskránni.“ Inntur eftir því hvort hann ætli að taka þátt í Söngvakeppni Sjón- varpsins á næsta ári segir Dagur svo ekki vera. „Nei, ég ætla ekki að vera með. Maður á aldrei að segja aldrei, en ég verð alla vega ekki með á næsta ári. Það er aldrei að vita hvað síðar verður,“ segir hann að lokum. Framhald af forsíðu ➛ Haldið verður upp á hrekkja-vöku á Árbæjarsafni mið-vikudaginn 31. október frá kl. 17-19. Safnið verður sveipað dulúðugum blæ og í rökkrinu má sjá bregða fyrir svipum fortíðar. Gestir fá að kynnast fornum siðum hátíðarinnar og hver veit nema andar fortíðarinnar verði á vegi þeirra. Þeir hugrökkustu geta bankað upp á í draugalegum húsum sem hafa logandi lukt og krafið framliðna íbúana um grikk eða gott. Hrekkjavaka hefur gengið í endurnýjun lífdaga víða um Evrópu og hafa mörg söfn tekið upp þann sið að halda upp á hrekkjavöku. Samkvæmt gamalli norrænni hefð og keltneskri þjóðtrú markar hrekkjavaka upphaf nýs árs en þá er sumarið kvatt með von um góða endurkomu og þakkir veittar fyrir góða uppskeru. Allraheilagramessa 1. nóvember var ein af helgustu hátíðum kaþ- ólsku kirkjunnar á Íslandi. Á ensku heitir kvöldið fyrir Allraheilagra- messu All Hallows’ Evening (allra heilagra kvöld) sem hefur síðar breyst í Halloween og er alþekkt gleðskapar- og vættahátíð á Bret- landseyjum og víðar. Samhain er keltnesk hátíð hinna dauðu. Hún var haldin hátíðleg frá 31. október til 1. nóvember og markaði endann á uppskerutíma- bilinu og upphaf vetrar og hins myrka hluta ársins. Fólk kveikti bál og klæddist búningum til að vernda sig og dyljast heiðnum guðum og öndum. Hefð var að kveikja á kertum og koma þeim fyrir í útskornum næpum eða kartöflum. Frítt verður á safnið fyrir grímu- klædda gesti og börn 12 ára og yngri koma í fylgd með fullorðnum. Hrekkjavaka á Árbæjarsafni Hrekkjavaka hefur gengið í endurnýjun lífdaga víða um evrópu síðustu árin. Walidacja www.idan.is Raunfærnimat fyrir pólska innflytjendur Kynningarfundur um raunfærnimat fyrir pólska innflytjendur sem starfa í húsasmíði eða málariðn verður haldinn fimmtudaginn 1. nóvember kl.18 hjá IÐUNNI fræðslusetri Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík. Túlkur verður á fundinum. Raunfærnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem þú hefur öðlast í starfi og er metið á móti námskrá í iðngrein. Þær iðngreinar sem verða til mats eru húsasmíði og málaraiðn. Inntökuskilyrði í raunfærnimat eru: • 23 ára aldur og 3 ára starfsreynsla í viðkomandi grein, þar af 6 mánaða starfsreynsla í greininni á Íslandi. Starfsreynslu þarf að staðfesta með opinberum gögnum. Nánari upplýsingar veita náms-og starfsráðgjafar IÐUNNAR. Fyrirspurnum svarað á radgjof@idan.is Nánar um verkefnið á https://idan.is/um-okkur/throunarverkefni/viska/ Spotkanie zapoznawcze na temat walidacji odbędzie się w czwartek 1 listopad o godz. 18 w siedzibie IÐUNN, ośrodka dokształcania, przy ulicy Vatnagarðar 20, 104 Reykjavik. Walidacja ma na celu ocenę doświadczenia w wykonywanym zawodzie. Do oceny będzie brany pod uwagę również czas nauki oraz przedmioty nauczania w szkole zawodowej lub innej przyuczającej do zawodu. Walidacja obejmie dwa zawody: cieśla i malarz. Warunki przystąpienia do walidacji: • Ukończone 23 lata i 3 lata doświadczenia zawodowego w branży, w tym co najmniej 6 miesięcy na islandzkim rynku pracy. Doświadczenie zawodowe musi być potwierdzone oficjalnym dokumentami. Szczegółowych informacji udzielają doradcy zawodowi w IÐAN, radgjof@idan.is Bliższe informacje na powyższy temat na https://idan.is/um-okkur/throunarverkefni/viska/ 2 KynnInGARBLAÐ fÓLK 2 7 . O K tÓ B e R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 3 4 -3 3 4 C 2 1 3 4 -3 2 1 0 2 1 3 4 -3 0 D 4 2 1 3 4 -2 F 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.