Fréttablaðið - 27.10.2018, Side 52

Fréttablaðið - 27.10.2018, Side 52
Lyfjafræðingur Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf lyfjafræðings á skrifstofu gæða og forvarna. Meginhlutverk skrifstofunnar er að taka þátt í mótun stefnu stjórnvalda á málasviði skrifstofunnar. Enn frem- ur er skrifstofunni ætlað að hafa yfirsýn yfir framkvæmd stefnu stjórnvalda og fylgja henni eftir m.a. með gerð lagafrumvarpa, þingsályktunartillagna og reglugerða ásamt þátttöku í nefndarstörfum innanlands og erlendis. Lögð er áhersla á gott samráð og samstarf við stofnanir og samtök á málasviðum skrifstofunnar. Skrifstofan annast verkefni er varða gæði, öryggi og eftirlit í heilbrigðisþjónustu, lýðheilsu og forvarnir, þar með talið sóttvarnir og geislavarnir. Einnig eru á hennar sviði lífvísindi, sjúkraskrár og gagnasöfn í heil- brigðisþjónustu, lækningatæki, lyf, ávana- og fíkniefni, starfsréttindi heilbrigðisstétta, þekkingarþróun og vís- indarannsóknir. Helstu verkefni lyfjafræðings snúa að lyfjamálum og öðrum málefnum tengdum lyfjamálum, þátttöku í samningu lagafrumvarpa og reglugerða á sviði lyfjamála, ráðgjöf og þátttöku í stefnumótun og erlendu samstarfi. Um er að ræða fullt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði. Menntunar- og hæfniskröfur: • Meistaragráða í lyfjafræði. • Starfsreynsla sem nýtist í starfi. • Jákvæðni, lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum. • Þekking og áhugi á heilbrigðismálum. • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum, skipulags- hæfni og hæfni til að vinna í teymi. • Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. • Góð kunnátta í ensku skilyrði og vald á einu Norður- landamáli er kostur. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjár- mála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs hafa gert. Ráðuneytið hvetur áhugasama einstaklinga, án tillits til kyns, að sækja um. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember 2018. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynn- ingarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknir skulu fylltar út á Starfatorgi. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum. Nánari upplýsingar veitir Margrét Björnsdóttir, skrif- stofustjóri margret.bjornsdottir@vel.is og Einar Magnússon, lyfjamálastjóri einar.magnusson@vel.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu. Velferðarráðuneytinu, 27. október 2018 ILVA Vefumsjón og samfélagsmiðlar ILVA óskar eftir að ráða jákvæðan og öflugan einstakling til að sjá um heimasíðu ILVA, samfélagsmiðla ásamt öðrum skemmtilegum verkefnum í markaðsdeild. Um fullt starf er að ræða. Helstu verkefni: • Ábyrgð á vef og vefverslun www.ilva.is • Umsjón með samfélagsmiðlum, viðburðum og fleira • Textaskrif og uppfærsla efnis á vefsíðu • Umsjón með fréttabréfum. • Uppsetning á skýrslum og samantekt á lykiltölum fyrir stjórnendur Hæfniskröfur: • Jákvæðni, hugmyndaauðgi og sjálfstæði í vinnubrögðum • Reynsla af vefumsjón • Góð þekking og reynsla af Google Analytics, Facebook, Instagram og Snapchat • Þekking á leitarvélabestun • Þekking á InDesign, Photoshop og Navision kostur Umsóknir óskast fylltar út á https://capacent.com/s/10454 Upplýsingar veitir Sigurlaug Jónsdóttir, sigurlaug.jonsdottir@capacent.is Umsóknarfrestur til og með 4. nóvember Kostir sérnáms Starfsnám undir virkri handleiðslu reyndra sérfræðinga Einstaklingsmiðuð námsáætlun Hópkennsla annan hvern þriðjudag Þátttaka í vísindavinnu Blokkasamningur við Landspítala varðandi sjúkrahúshluta sérnámsins Sameiginlegar námsferðir innanlands sem utan Helstu verkefni og ábyrgð Almennar lækningar og heilsuvernd Vaktþjónusta Nám samhliða starfi Vísindavinna Hæfnikröfur Íslenskt lækningaleyfi Mjög góðir samskiptahæfileikar, fagmennska og jákvæðni Hæfni og vilji til að vinna náið með skjólstæðingum og samstarfsfólki Frumkvæði, faglegur metnaður og geta til að starfa sjálfstætt Vandvirkni og samviskusemi Lausnamiðuð hugsun og vinnubrögð Vilji til þátttöku í þverfaglegri teymisvinnu Áhugi á vísindavinnu æskilegur Íslenskukunnátta nauðsynleg Ábyrgð – Fagmennska – Traust – Þjónusta – Framþróun Sérnámsstöður í heimilislækningum Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir lausar til umsóknar sérnámsstöður í heimilsilækningum frá 1. janúar 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 12. nóvember 2018. Nánari upplýsingar veitir Elínborg Bárðardóttir, kennslustjóri - 513 5000 elinborg.bardardottir@heilsugaeslan.is. Sjá nánar á www.heilsugaeslan.is. Sækja skal um á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (www.heilsugaeslan.is) undir laus störf eða á Starfatorgi (www.starfatorg.is). Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins samanstendur af 15 heilsugæslustöðvum í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, Heimahjúkrun, Þroska- og hegðunarstöð, Göngudeild sóttvarna og hælisleitenda, Geðheilsuteymum, Þróunarmiðstöð heilsugæslu á landsvísu auk stoðþjónustu á skrifstofu. Sérnám í heimilislækningum hefur verið starfrækt í fjölda ára og hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið leiðandi í sérfræðinámi fyrir heimilislækna á Íslandi. Námið er alls 5 ár og byggir á marklýsingu Félags íslenskra heimilislækna og virkri handleiðslu mentors sem fylgir sérnámslækni eftir allan námstímann. Sérnámslæknir skipuleggur nám sitt í samráði við mentor og kennslustjóra sérnáms. Námið fer fram á heilsugæslustöð og sjúkrahúsi. Starfshlutfall er 100%. Job.is GLÆNÝ OG FERSK STÖRF Í HVERRI VIKU Þú finnur draumastarfið á 12 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 7 . o k Tó b e R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 1 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 3 4 -3 8 3 C 2 1 3 4 -3 7 0 0 2 1 3 4 -3 5 C 4 2 1 3 4 -3 4 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 1 2 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.