Fréttablaðið - 27.10.2018, Síða 96

Fréttablaðið - 27.10.2018, Síða 96
Sýning á verkum Georgs Guðna verður opnuð í dag, laugardaginn 27. októ­ber, á tveimur stöðum, í Hverfis galleríi við Hverfis­götu og Gallery Gamma í Garðastræti. Georg Guðni var í hópi dáðustu myndlistarmanna sam­ tímans þegar hann lést árið 2011, einungis fimmtugur. „Georg Guðni er einn af lista­ mönnum Hverfisgallerís en við höfum ekki sýnt verk hans á sýningu í galleríinu frá 2013,“ segir Sigríður L. Gunnarsdóttir, eigandi Hverfis­ gallerís. „Það er gríðarlega mikill áhugi á verkum Georgs Guðna, líka erlendis, og mikilvægt að fólk geti komið, séð og upplifað einstök verk hans. Þá langaði mig til að sýna verk sem hafa ekki sést lengi hér á landi.“ Sigríður segist afar þakklát þeim sem hafa aðstoðað hana við að gera þessa sýningu að veruleika. Á meðal verka á sýningunni er fjögurra fleka verk, afskaplega stórt, sem nefnist Án titils og er frá 1989. Segja má að það verk sé eins konar útgangs­ punktur sýningarinnar. Tær einlægni Spurð um þróun verka listamanns­ ins segir Sigríður: „Þegar Georg Guðni var ungur maður að mála á níunda áratugnum var hann að tak­ ast á við landslagsmálverkið og nátt­ úruna, sem ekki margir voru að gera. Hann fann sig þar, helgaði sig því og var trúr því alla sína tíð. Til einföld­ unar má segja að Georg Guðni hafi byrjað að mála þekkt fjöll og síðan urðu þau óræðari. Þegar fjöllin í myndum hans fóru að verða óræð­ Óður til málverksins og náttúrunnar Sýning á verkum Georgs Guðna í Hverfis- galleríi og Gallery Gamma. Tókst á við landslagsmálverkið og náttúruna. Gjör- þekkti landslagið sem hann málaði. Sigríður fyrir framan Án titils frá árinu 1989 en það er eins konar útgangspunktur sýningarinnar. FréTTablaðið/anTon brink Georg Guðni sagðist búa til sjónrænar aðstæður. FréTTablaðið/GVa ari staðhæfðu menn fyrir austan að fjallið væri tiltekið fjall í því héraði og menn fyrir sunnan staðhæfðu að það væri eitthvert allt annað fjall.“ Að sögn Sigríðar var Georg Guðni mjög áhugasamur um samruna him­ ins og jarðar sem endurspeglast svo fallega í verkunum. „Hann var mikið náttúrubarn og gjörþekkti landslag­ ið sem hann málaði en málaði alltaf út frá minningunni. Hann sagði að áhorfandinn væri í raun í sömu sporum og hann sjálfur, munurinn væri að hann héldi á penslinum. Þegar við horfum á málverk hans sjáum við þau út frá okkar þekkingu, minningum og upplifun. Náttúran var honum innblástur en glíma hans var samt alltaf við málverkið. Í mínum huga er þessi sýning óður til málverksins og nátt­ úrunnar og þessarar miklu nærgætni og virðingar fyrir viðfangsefninu. Í dag tölum við meira um náttúruna en fyrir örfáum árum eða áratugum síðan. Áhrifin af þessum verkum eru því jafnvel enn meiri nú en þau voru á þeim tíma sem þau voru sköpuð. Þau hafa afar sterka tilvísun í samlíf manns og náttúru á tímum þegar áskoranirnar eru allt í kringum okkur. Það var mikil einlægni í öllu sem Georg Guðni gerði og verkin á sýningunni sýna þessa tæru ein­ lægni.“ Sigríður segir mikilvægt að verkin fái að njóta sín í sýningarrýminu í Hverfisgalleríi og hjá Gamma: „Þau þurfa mikið rými og mikla ró. Á þessari sýningu fá þau að anda. Mál­ verkin segja sjálf það sem segja þarf, þetta eru verk sem fólk biður ekki um að séu útskýrð fyrir því. Fólk staldrar við og horfir á þau í róleg­ heitum og þau soga það til sín inn í sinn eigin hugarheim.“ rödd listamannsins Í tengslum við sýninguna kemur út bæklingur og texti hans er unninn upp úr viðtölum sem blaðamaður­ inn og ljósmyndarinn Einar Falur Ingólfsson tók við listamanninn árin 2003 og 2005. Sigríður segir að það hafi verið ákaflega mikilvægt að rödd listamannsins sjálfs fái þannig að hljóma og enduróma í gegnum samtöl tvímenninganna. Þar segir Georg Guðni á einum stað: „Ég set skynjunina ekki fram heldur býr fólk hana til eftir því hvað það hefur upplifað, eða einfaldlega eftir því sem það ímyndar sér. Augað leitar að einhverju þekkjanlegu en ef það festir ekki við neitt fyllir hugurinn í eyðurnar. Það er ekki mitt að segja fólki hvað það á að sjá í verkunum.“ Þegar Einar Falur spyr hvert hlut­ verk hans sé segir Georg Guðni: „Áhorfandinn er í sömu sporum og ég, nema hann málar ekki verkið. Ég bý til sjónrænar aðstæður, þær mynda ákveðinn tíma sem fólk staldrar við. Þegar þú staldrar við þessi verk geturðu lent í svipuðum aðstæðum og þegar þú starir út um glugga. Ert að horfa en samt hættur að horfa á eitthvað ákveðið. Þá snýr sjónin við, fer inn á við.“ Einar Falur dregur svo saman verk listamannsins: „Hefð og persónuleg nýsköpun mætast á hrífandi hátt í málverkum, teikningum og vatns­ litamyndum Georgs Guðna. Hann mat og skildi náttúru landsins á sinn hátt, mótaði hana og túlkaði á sinn einstaka hátt, undir áhrifum af verkum ólíkra myndlistarmanna, rithöfunda og ljósmyndara frá ýmsum tímum. Fólk hreifst af mynd­ heimi Georgs Guðna, skynjun hans og túlkun, á fegurðinni, dýptinni og einlægninni.“ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is Skipholti 50b • 105 Reykjavík • Sími 569 0900 Fax 569 0909 • lifbank@lifbank.is • www.lifbank.is Sjóðfélagafundur Hlutfallsdeildar Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn miðvikudaginn 28. nóvember kl. 17:00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, þingsal 2. Dagskrá: 1. 2. 3. Kynning á málarekstri gegn aðildarfyrirtækjum sjóðsins og íslenska ríkinu. Tryggingafræðileg staða Hlutfallsdeildar. Önnur mál. Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna Sjá nánar á vef sjóðsins www.lifbank.is Sjóðfélagafundur Fundurinn er aðeins opinn sjóðfélögum Hlutfallsdeildar. 2 7 . o k t ó b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r48 m e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð menning 2 7 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 3 3 -C 1 B C 2 1 3 3 -C 0 8 0 2 1 3 3 -B F 4 4 2 1 3 3 -B E 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.