Breiðfirðingur - 01.04.1943, Page 4
2
BREIÐFIRÐINGUR
Hugurinn gleymir bæði stund og stað, —-
hann starir fa.s{, en veit þó ei, á hvað.
En litlaus tímans flaiimur framhjá streymir
og fjölbreytt örlög með sér stöðugt teymir.
Draumar og vonir, óskir, þrár og ást, —
það allt í þínum Ijúfu dráttum sást,
með fyrirheit um fylling einhverntíma.
Og allt hið bezta í oss snýr til þín
að öðlast gildi fyrir mæti sín.
Þú verndar falinn hugans helga bríma.
II.
Heilaga fjall, þér eilífð yfir skín,
og óskadraumar mannsins leita þín.
Þá veitir ráð og vizku í fornum sögum
og vona-fylling enn á þessum dögum.
Heilaga fjall, þín dásemd aldrei dvín,
og dulum grun þú stafar inn til mín —
um endurbót á allra manna högum
og opinberun nýja á heimsins lögum.
r* En máttlaust ertu að fylla óskir allar,
ef ekki þrelc og staðföst löngun kallar
til göngunnar að fjallsins björtu brá.
En þeim, er signir sig mót austurs bjarma,
mót sólu réttir viljans heitu arma, —
þeim fylling allra vona veitist þá.
J ak ob J ó h. S m ári.