Breiðfirðingur - 01.04.1943, Síða 8
6
BREIÐFIRÐINGUR
„Kvöldið
er
fagurt“.
Frá
Breiðafjarðar
eyjum.
í heimili, og hafði hann mest fólkshald allra bænda í
hreppnum, þrjá vinniimenn og fjórar vinnukonur.
Eftir stöðu skiptust hreppsbúar þannig, að búendur
og konur þeirra voru 70 talsins, börn þeirra á ýmsum
aldri 68. Hjú voru talin 57 og liúsfólk og lausafólk og
börn þess samtals 67. Hitt eru sveitarómagar, tökuhörn
og gustukafólk. Húsfólkið hefur sennilega verið tiltölu-
lega fleira i Flateyjarhreppi, en almennt var annars-
staðar, en svo mun og hafa verið víðar i sjávarsveitum.
Hreppsómagar voru 17 talsins, þar af 12 hörn, 15 ára
og yngri. Myndi þetta þykja há ómagatala nú á timum,
en er þó miklu lægri en þá var i flestum öðrum sveit-
um. Af hinum 18 hreppunum við Breiðafjörð höfðu
einir fjórir færri ómaga en Flateyjarlireppur, allt frem-
ur fámennar landsveitir, og i hinum sjávarsveitunum
við flóann voru sveitarþyngslin gifurleg. I Neshreppi
á Snæfellsnesi, sem að vísu var mjög fjölmennur hrepp-
ur, eru taldir 167 sveitarómagar, og auk þess voru 22
utansveitarmenn þar í verðgangi, er manntalið var tekið.
í Eyrarsveit eru taldir 63 ómagar. Þessi samanburður