Breiðfirðingur - 01.04.1943, Page 11
breiðfirðingur
9
inni voru, liöfðu 38 grasnyt. Hinir 13 voru þurrabúðar-
merin, Eyjarnar voru alls taldar 266 hundruð að dýr-
leika, og eru það 7 hundruð á hvert býli að meðaltali.
En annars var jarðarafnotunum mjög misskipt. Þrír
bændur höfðu 20 hundraða ábýli hver, Magnús Ólafs-
son, sem bjó einn í Sviðnum, og þeir Svefneyj abændur,
Gunnlaugur og Helgi. Býli flestra hinna voru miklu
minni. Níu af Flateyjarbændum liöfðu ekki nema 2%
hundrað liver til ábýlis og Ólafur Sveinsson í Stagley
aðeins 2 hundruð.
Flestir voru bændurnir leiglendingar. Þó voru sex
sjálfseignarbændur í hreppnum, þar með taldar tvær
ekkjur, er bjuggu á eign liarna sinna. Jarðeign í Eyj-
unum var annars skipt svo, að 46 hundruð (Bjarneyj-
ar og Stagley) voru eign bæridakirkna, Staðarhóls og
Reykhóla. Utansveitarmenn áttu 116% hundruð en inn-
ansveitarmenn 103% hundrað og skiptist sú eign á 12
manns. Tel ég hér til eignar innansveitarmanna 36%
hundruð, sem jarðabókin telur eign Guðríðar Torfa-
dóttur konu síra Gunnars Pálssonar í Stafholti, og segir,
að faðir hennar, Torfi Jónsson, liafi gefið henni. Torfi
bjó þá enn í Flatey og sýnist liafa baft allan arð af þess-
ari jarðeign, þrátt fyrir gjöfina. Þótt fullir % af jarðeign-
inni væri i höndum utansveitarmanna og aðeins % bænd-
anna sjálfseignarbændur, þá mun þó bæði jarðeign
innansveitarmanna og sjálfsábúðin hafa verið óvenju-
lega mikil í Flateyjarhreppi, eftir því sem þá gerðist.
Á seinni hluta 15. aldar niun enginn sjálfseignarbóndi
hafa verið i Flateyj arhreppi. Svo er að sjá, að Björn hirð-
stjóri Þorleifsson á Skarði liafi þá átt alla bændaeign
i hreppnum, og frá honum sýnist jarðeign þeirra Eyja-
nianna 1703, hálfri þriðju öld eftir lát lians, hafa verið
komin. Einn ættleggur frá Birni staðfestist í Eyjunum.
Sonarsonur lians, Björn yngri Þorleifsson, sýslumaður
á Reykhólum, átti son, er Jón hét, og' bjó liann i Flatey.
Jón Björnsson í Flatey varð kynsæll mjög, og er mikit