Breiðfirðingur - 01.04.1943, Side 12
10
BREIÐFIRÐINGUIt
ætt þar í Eyjunum frá honum komin. Sonur lians var
síra Árni í Hvallátrum, sem dó 1655, 95 ára gamall, og
þjóðsögur hafa um gengið. 1703 voru Hvallátur enn eign
niðja síra Árna. Hehning jarðarinnar áttu hörn Gisla
Sveinhjörnssonar, sonarsonar hans. Fjórðung átti Þór-
unn Snæbjörnsdóttir, sonardóttir hans, og annan fjórð-
ung Steinvör Sigmundsdóttir, ekkja Þórðar Snæbjörns-
sonar Árnasonar. Bjó þetta fólk allt í Hvallátrum 1703.
Annar sonur Jóns Björnssonar var Finnur í Flatey. Son-
ur hans var Jón Finnsson í Flatey. Hans sonur var Loft-
ur, sem hjó í Flatey 1703, 55 ára, og átti part í jörðinni,
en annan part áttu hörn Tómasar, bróður Lofts, sem þá
var dáinn, en ekkja lians, Guðrún Ögmundsdóttir, bjó
með þeim þar í eyjunni. Annar sonur Finns i Flatey
var Torfi prestur í Hvammi. Sonur lians, Jón Torfa-
son, hjó í Flatey, og sonur Jóns, Torfi Jónsson, bjó á
föðurleifð sinni 1703, 57 ára, og átti 30 hundruð i eyj-
unni. Mikill hluti af jarðeign utansveitarmanna í hreppn-
um var og' erfðaeign manna af þessari ætt, er úr sveit-
inni voru fluttir. Til dæmis var Þuriður Sæmundsdótt-
ir, kona séra Halldórs Torfasonar í Gaulverjabæ, sem
átti 30 hundruð i Flatey, dótturdóttir Jóns Torfasonar.
Niðjar Jóns Björnssonar hafa því lialdið fast um ættar-
óðöl sín, en þess er einnig vert að minnast, að þeir
geymdu líka dyggilega annan margfalt dýrmætari ættar-
^grip, Flateyjarbók. Þetta merkilega handrit, sem íslenzk-
um hókmenntum liefði orðið óhætanlegt tjón að, ef glat-
azt hefði, gaf Jón Torfason í Flatey Brynjólfi hiskupi
Sveinssyni. Jón segist hafa eignazt það frá föður sín-
um, síra Torfa, en allar likur benda til þess, að bókin
liafi gengið í ættinni alla leið frá Birni liirðstjóra eða
lengur, og megum vér vera þakklátir þeim Flateying-
um, að þeir geymdu þennan dýrgrip svona vel, á tím-
um þegar margt slíkt glataðist fyrir sinnu- og ræktar-
leysi þeirra, sem með áttu að fara.
Eins og áður var getið, voru áhýli margra hændanna