Breiðfirðingur - 01.04.1943, Qupperneq 15
breiðfirðingur
13
dún, lundatekju, söl, fjörugrös, skelfisktekju, hrognkelsa-
veiði og hvannatekju. Er oftast reynt að gera fremur
lítið úr hlunnindum þessum, en þó virðist kveða þar
með minna móti að barlómnum. í Hvallátrum er egg-
ver og dúntekja sögð liafa verið „í bezta máta“, en að
vísu hafa minnkað um nokkur ár. I Skáleyjum er egg'-
ver og dúntekja „í betra lagi“, i Flatey er eggver „rétt
gott“ og selveiði vor og vetur „mikil“ og í Bjarneyjum
er jafnvel komizt svo að orði, að lundatekjan í Hvann-
eyjum og Lóni sé „fín“, og er óvenjulegt að sjá hlunn-
indum lýst svo í jarðahókinni. Er ekki að efa, að öll
þessi hlunnindi hafa drýgt mjög i húi fyrir Eyjamönnum.
Manntalið greinir aðeins nöfn fólksins, aldur og stöðu.
A tvennt hið síðasttalda hefur áður verið minnzt og
skal nú vikið lítið eitt að nöfnunum. Þess er fyrst að
geta, að þá bar enginn nema eitt nafn. Sá óþjóðlegi sið-
ur, að skíra börn tveimur nöfnum eða fleiri, var þá enn
eigi kominn í tízku hér á landi. Af karlmannanöfnum
var Jón tiðast. Hétu 30 menn í sveitinni þvi nafni. Næst
voru 8 Bjarnar, 7 Ólafar og 5 Guðmundar og Ögmundar.
Onnur nöfn báru færri menn. Af kvenmannanöfnum
var Guðrún algengast (37). Sigríðar voru 12, Ingibjargir
10, Helgur og Bagnhildar 8, færri báru önnur nöfn. All-
Ur þorri nafnanna voru gömul og góð norræn nöfn.
Biblíunöfn og önnur kristin nöfn báru fáir, þegar Jón-
arnir eru fráskildir, einn Nikulás, þrír Pálar, einn
Pétur, einn Salómon, einn Tómas, þrjár Elínar, ein Eu-
femía, þrjár Jóhönnur, tvær Katrínar og Kristínar og
sex Margrétar. Hin erlendu nöfn, sem fólk af fordild
sinni hefur verið að gefa hörnum sínum á síðari ár-
um, voru þá öll óþekkt hér á landi, og' hefur orðið mik-
il afturför í nafngjöfum frá þeim tíma. Örfá mjög sjald-
gæf nöfn finnum vér í sveitinni i manntalinu, karl-
mannsnafnið Oddi og kvenmannsnöfnin Steinríður og
Þjóðliildur.
Þegar vér rennum augunum jdir nafnaröðina i mann-