Breiðfirðingur - 01.04.1943, Side 17
BREIÐFIRDINGUR
15
landi að 240 árum liðnum. Inni i Hvallátrum var lítill
drengur, 9 vetra gamall, Sveinbjörn Gíslason. Honum
var ætlað að verða ættfaðir þróttmikillar ættar, sem
setja átti svip sinn á sveit lians í framtíðinni. Sonur
Sveinbjarnar var Einar, faðir Eyjólfs í Svefneyjum,
Eyjajarlsins, er svo var nefndur, og liefur sá ættlegg-
ur komið við sögu sveitar sinnar með miklum skör-
ungs-brag. Fróðir menn gætu sjálfsagt sagt eittlivað
lítið eitt fleira frá örlögum nokkurra þeirra, sem í
manntalinu eru talin, en um allan þorrann er nú nafn-
ið eitt í manntalinu til frásagnar. Það er eina minn-
ingin um þau, sem enn varir.
Ólafur Lárusson.
Eftir
Teit J. Hartmann
Daginn sem ég varð 15 ára gamall, leit ég yfir „úr-
valið“ af því, sem ég hafði rímað til þessa, og lét svo
blöðin falla í eldinn og kvað:
Þótt ég sé að yrkja óð
um allan fjandann,
verður engin vísa góð, —
það vantar andann.
Mikið fjandi’ er mér nú kalt.
— Maður verður feginn
að lifa í von um — eftir allt —
ylinn hinum megin.
(1917).
Mig hefur lífið leikið hart
og lamað þrekið.
Það hefur gefið mér svo margt,
en — meira tekið.
LAUSAVÍSUR
(1918).