Breiðfirðingur - 01.04.1943, Page 19
RREIÐFIRÐINGyR
17
Blánandi fjallafaðm
finn eg á hendur tvær.
Sólin í austurátt
yfir þau Ijóma slær.
Hér birtist heilög sjón!
Horfi’ eg og dái þig.
Hér er mitt heimaland,
hér finn eg sjálfan mig.
— Allt það, sem á eg bezt,
afl mitt og viljans stád,
hefur þú gtætt og gert
guðlegt í minni sál.
Enn á eg, eyjan mín,
yndið, sem gafstu mér,
dýrasta drauminn minn
dreymdan í faðmi þér.
— Barnsminnið blítt og hreint
brosir við hverri hæð.
Allstaðar sé eg sýn,
svellur mér blóð í æð.
Söm eru sundin blá;
svipur þinn, undra-land,
gefur mér glæsta sýn,
gullið um eyja-band.
Hvað áttu fegra, Frón,
friðsælla’ í lífsins þraut?
Aldrei í siklings sal
sást meiri dýrð né skraut.
Hér var mitt heimaland.
Héðan mig felldi og sleit
örlaganornin örg
úr þessum sælureit.
2