Breiðfirðingur - 01.04.1943, Qupperneq 22
20
BREIÐFIRÐINGXJR
Það er annasamt á haustin við verzlanir til sveita; það
er sá tími, er bændur og aðrir fjáreigendur eru að koina
aðalframleiðsluvöru sinni á markað. Hvílir ekkert smá-
ræðisstarf á þeim, sem allt þarf að sjá um, út á við og
inn á við. Það er margt, sem kemur til greina: Hver
fjáreigandi þarf að koma með fé sitt á réttum tíma, út-
vega þarf flutningatæki til að koma vörunum daglega,
útvega staði til geymslu vörunnar o. fl. o. fl.
Haustið 1942 var mjög erfitt að mörgu leyti. Tiðar-
far var vont: skiptust á snjókoma og stórrrigningar,
mjög erfitt var að fá bifreiðar til flutninga, bæði sökum
þess, að næg atvinna var fvrir þær i Reykjavík og
grennd, og svo er ekkert keppikefli að fara langferðir
eftir vondum vegum yfir fjallvegi og vatnsföll. Jók þetta
allt Jóni — jafn-samvizkusamur og liann var — miklar
ábyggjur og umsvif og má telja víst, að hann liafi ver-
ið sérstaklega þreyttur eftir þetta liaust.
Síðasta daginn, sem Jón Þorleifsson lifði, var óvenju-
lega mikið að gera. Var þá tekið á móti stórgripakjöti,
mikið á annað hundrað g'ripa. Þá var komin í Ijós nokk-
ur sölutregða á því, en bændur sóttu fast á að selja
það, því gripum liafði fjölgað mikið á undangengnum
góðærum; líka var búizt við báu verði. Afar erfiðlega
gekk að fá bifreiðar til flutninga á þessu kjöti og
geymslu á því í frystibúsi, en þó var það að lokum kom-
ið í kring á miðnætti, og var því orðinn ærið langur
vinnudagur bjá Jóni Þorleifssyni, þá sem oftar frá kl.
0 að morgni, því það var venja Jóns að ganga sjálfur
frá öllum skilagreinum með flutningi um sláturtímann.
Trúði bann sjálfum sér bezt til þess og taldi sig bera
alla ábyrgð á því, að allt væri rétt og svo vel frá öllu
gengið sem kostur var á.
Jón Þorleifsson var fæddur á Gillastöðum í Laxár-
dal 4. september 1886. Foreklrar bans voru Þorleifur
Jónsson og Valgerður Bjarnadóttir. Einn bróður átti
Jón, er fluttist til Reykjavikur rúmlega tvitugur og er