Breiðfirðingur - 01.04.1943, Blaðsíða 28
26
BREIÐFIRÐINGUR
LJÓÐ
I
SKAMMDEGINU
Eftir
Jón Jóhannesson
Bærinn stendur uppi i pöldróttum brekkunum sunn-
anhallt fjæir botni fjarðarins og dregur nafn af ánni
i dalnum og heitir Galtará. Eiginlega er þetta ekki
bær, heldur hús, dálitiS einmanalegt liús, með kvist-
byggingu og skúr út úr hliðinni. Ef til vill sýnist það
ennþá einmanalegra i dag en aðra daga, vegna skaf-
bylsins, sem leikur um það, og hins dimma himins, sem
grúfir yfir fjallinu og' dalnum.
Og það eru tveir þreytulegir ferðamenn, sem ganga
sig upp túnið, teymandi eftir sér skjóttan hest undir
léttum böggum. Svo hnjóta þeir, allir í senn, um svell-
fláka, sem leynist undir fjúkandi fönninni. Klárinn
sýpur liregg, en mennirnir hölva dálítið, eins og venja
er til undir svipuðum kringumstæðum. Síðan er aftur
haldið af stað.
Þannig minnist hinn ungi farkennari sinna fyrstu
kynna við hið blessaða býli.
En inni i húsinu var ung stúlka með ljóst hár og
blá augu, sem tók í liöndina á honum og bærði rauð-
ar, ferskar varir, þótt hann lieyrði ekki hvað þær sögðu.
Hún var í deplóttum kjól og nærskornum; saug lítils-
háttar upp í nefið, af þvi að liún liafði kvef, og strauk
burtu hárlokk, sem hrundi niður á ennið. — Hitt fólk-
ið var hversdagslegt og alúðlegt og dálítið blátt i kinn-
unum, og hávært. Húsbóndinn bauð liann velkominn,
spurði frétta og rétti að lionum tóhaksdósirnar. Og
hann nasaði að tóbakinu, þótt það væri annars ekki
vani lians að taka í nefið. Láttu þær ganga, sagði hús-