Breiðfirðingur - 01.04.1943, Page 29
breiðfirðingur
27
bóndinn. Og samferðamaðurinn saug upp í báðar nasir
og stundi af vellíðan.
Já, það er norðansperringurinn. Það er það.
Um kvöldið var honum vísað til sængur í kvisther-
berginu.
Og dagar líða hjá. — Eins og leiðinlegar endurtekn-
ingar koma þeir, einn og einn, út úr köldu myrkri
hvers morguns, með grámóskulegan liimin yfir lik-
föla jörð. Og þeir doka við nokkrar sviplitlar klukku-
stundir, meðan snjótittlingarnir tína í sig morið úr sköfl-
unum utan við gluggana. Börnin eru treg til námsins
og vilja lieldur leika sér en reikna út hlutina í óskilj-
anlegum hrotum, geispa yfir merkilegum dánardægr-
um í íslendingasögunni, skrifa kú fvrir kýr og vita jafn-
lítið um fljótið Dnieper og eyjuna Kýpur.....„Og það
hvessti á þá meðan þeir voru úti á vatninu, svo við
horð lá að þeir drukknuðu. Og hvað gerði þá Kristur,
börnin mín?“
„Iþann klofaði út úr skutnum og óð til lands.“
Húshóndinn heldur áfram að bjóða lionum í nefið
og fullyrðir, að neftóhak og skynsemisstefna liafi ætíð
fjdgzt að á íslandi. En konan er á móti því, að verið
sé að troða þessum fjanda upp á manninn, fyrst hann
hefur ekki vanið sig á liann, en gefur honum skyrlirær-
ing með nýmjólk. Vetrarmaðurinn talar um stjórnmál,
tyggur skro og spýtir.
Síðan rökkvar. Og áður en augun, sem leita að vill-
um í skrift harnanna, hafa lesið hinn siðasta stíl, er
komið myrkur. Ekki hið kalda myrkur morgunsársins,
heldur mjúk og lilý dimma kvöldsins. Því í ofninum
logar glaður eldur, og í kvistherherginu er þægilegur
eimur af tóbaksreyk, og slaknað á hverri rúðu. Og hinn
ungi farkennari kveikir í pípunni sinni og leggur af stað
í leit að heimasætunni; því til livers er vera ungur og
laglegur karlmaður, með rösklega þrjátíu og sjö stiga
hita í blóðinu, ef maður ætti svo ekki að gera neina