Breiðfirðingur - 01.04.1943, Page 32
30
BREIÐI-IRÐINGUR
að báðar kýrnar og svarað öllum athugasemdum og
spurningum mannsins á meisnum, og þau stóðu sam-
an á bálkinum, albúin þess að slökkva á kolunni og
hverfa lieim, þá gat hann ekki stillt sig um að læða
handleggnum yfir um mittið á henni, og þrýsta henni
að sér, leitandi að munni hennar með sínum. Þessum
fersku, gróandi, sírauðu vörum, sem höfðu lieillað
hann við fyrstu sýn og æst ímyndun lians svo lang-
an, umliðinn tíma, en áttu nú, i þessu fyrsta, vanhugs-
aða áhlaupi æstra tauga, að valda honum lamandi
áfalls, því hin heittþráða unga mey hrá fyrir þær rakri
hendi, lyktandi af nýrri mykju, og kærði sig ekkert
um kossinn. Hingað, en ekki lengra, þú rósrauði draum-
ur lijartans! Og liún hrokkar út úr fjósinu með sína
mjólkurfötuna í hvorri hendi, án þess að mæla orð.
Hann var dapur allt það kvöld, og þó annarlegur
órói yfir öllum hreyfingum hans og hverjum hætti.
Aftur á móti ljómuðu augu stúlkunnar af leyndum
galsa, og tilsvör hennar voru óstýrilát, svo að vetrar-
maðurinn gat ekki að sér gert en tók að stríða henni.
Það er naumast, sagði hann, að hlaupið liefur í þig
fjörið við að fara í fjósylinn með kennaranum.
Og hún roðnaði dálítið, sem von var, og sagði, að
vetrarmaðurinn væri vitlaus.
Síðan hvarf galsinn, og hún varð mjög liljóð.
Og dagarnir lialda áfram að tínast, einn og einn,
út úr krepptum íshnefa skammdegisins.
.... Tíndum við á fjalli, tvö vorum saman uppi i hlíð.
Vitlaust.
Tíndum við á fjalli, tvö vorum saman.
Þögn.
Þið kunnið ekkert, frekar en f}Trri daginn. Næst les-
ið þið um asnann, i dýrafræðinni. — Tíminn er búinn.
En þótt svipur daganna sé hinn sami og hann var
í vikunni er leið, þá hafa kvöldin öðlazt nýtt gildi, þvi
hvernig sem á þvi stendur, þá er lieimasætan farin að