Breiðfirðingur - 01.04.1943, Síða 39
breiðfirðingur
37
fyrr. Svo snertir hönd liennar við öxl lians, og varir
þeirra mætast í geislanum frá tunglinu.
Hún biður hann ekki framar að yrkja vísu, því þótt
ort vísa geti verið skemmtileg, þá er þó sjálft hið
orðlausa ljóð lífsins enn þá yndislegra, þar sem ungar
varir teyga gagnkvæman munað, i lilýrri dimmu, ineð-
an bærinn sefur.
Daginn, sem hann fór, liggur mjöllin böðuð i sólskini,
eins og drifhvítt brúðarlín yfir túninu og dalnum.
Hann liefur kvatt börnin og hjónin; alla, nema stúlk-
una, og vetrarmanninn, sem ætlar að fylgja honum til
áfangastaðar og er kominn út í traðir, ríðandi gráum
hesti, og fer sér hægt.
Hún fvlgir honum á leið. Dálítið íbogin, dálítið kulda-
leg í kinnunum og berhöfðuð gengur liún við hlið hans,
teymandi rauðan fola, sem hún á sjálf og ætlar að
lána honum til ferðarinnar. Hljóð og hæglát vaða þau
lausan snjóinn austur túnið, litast um, inn til dalsins,
norður til linjúksins, út til fjarðarins, en eiga bágt með
að horfa vegna liinnar hvítu hirtu, sem stingur þau
í augun eins og hvesstur alur.
Við túngarðinn staðnæmast þau til að kveðjast. Hann
kemur sér ekki að því að liverfa til hennar, sökum þess
að húsið blasir við þeim, og á hlaðinu stendur móðirin
og skyggir liendi fyrir augu.
Og stúlkan pírir á liann augunum og spyr: Ertu bú-
inn með vísuna, sem ]iú lofaðir mér um daginn?
Já, segir liann. Þær urðu nú reyndar þrjár. Viltu
heyra þær?
Auðvitað, segir liún.
Er grundin þánar, og grösin vaka,
og grösin vaka við hnjúksins kinn,
um livíta óttu ég kem til baka,
ég kem til haka í dalinn þinn.