Breiðfirðingur - 01.04.1943, Blaðsíða 40
38
BREIÐFIRÐINGUR
Og tvö við göngum í ást um engi,
og engið roðnar, og sólin skín.
og þeyrinn leikur á stillta strengi,
á strengi fiðlunnar, ástin min.
Og móablómið að mosabingi,
að mosabingi sig lijúfrar þá,
og berin spretta á brúnu lyngi,
á brúnu lyngi við Galtará.
Og þegar hann hefur farið með vísurnar, þá pírir
hún augunum upp á andlit lians, í annað sinn, með
vott af brosi kringum munninn. Mér finnst, segir hún,
eins og þær befðu getað orðið dálitið fleiri.
Það sem á vantar, segir hann, ætla ég að yrkja liinu-
megin við bnjúkinn.
Vertu sæll, segir stúlkan og réttir honum kalda hönd.
Ég bið að heilsa henni Ingu.
Og hann stígur á bak rauða folanum liennar, og áð-
ur en liann liverfur niður fyrir brekkurnar, snýr hann
sér við í hnakknum og veifar til hennar hendi, sem í
hinztu kveðju.
Dálítið niðurlút, með dálítið kuldalegan blæ á vöng-
unum rekur bún slóð þeirra til baka, lieim til hússins.
Niður á ennið hrynur bjartur hárlokkur, sem glóir í
sólskininu, en á kipruðum augnahvörmunum blika tár,
— kannski vegna hinnar hörðu, miskunnarlausu birtu,
sem umlykur hana.
Jón Jóhannesson.