Breiðfirðingur - 01.04.1943, Qupperneq 43
breiðfirðingur
41
Svo kvaddi presturinn og fylgdarraaður hans, en
skildu vorið eftir í bænum litla.
Á Stað átti presturinn heima. Næst sé ég liann í minn-
ingum mínum standa í dyrunum á vesturlilið ibúðar-
hússins á prestssetrinu. Hann er að hjóða fermingar-
börnin velkomin. Svipur hans hreinn. Augnaráðið lilýtt,
næstum dreymandi. Hann er hlédrægur maður, þó um-
gengst hann útlenda höfðingja, sem næstum árlega dvelja
á Stað undir fjallinu fríða, við fossinn. Þar finna þeir
auð lijartans og heiðríkju hugans i sál prestsins og
konunnar hans, Ólínu Snæbjörnsdóttur frá Hergilsey.
Það er einn af leyndardómum æsku minnar, hversu
þessi maður gat verið dulur, allt að því óframfærinn i
framkomu, þrátt fyrir gestrisnina, lilýjuna. Nú veit ég,
að hann átti sér annan heim utan veruleikans, eða öllu
heldur utan liversdagsleikans.
Þetta er heiinur bókanna, hugsunarinnar, en frem-
ur öllu heimur trúarinnar. Þar er heilög jörð. Þangað
leiddi liann ástvini sina. Og þaðan streymdi umhyggjan,
hjartahlýjan, sem umvafði þau öll, ekki sízt á rauna-
stundum og í sjúkdómum, þegar vermandi og styrkj-
andi Iiönd hans gaf þeim nýjar vonir og aukinn mátt.
Og það var þessi veröld hans, sem útlendu höfðingj-
unum tókst að eygja.
En fjöldinn á svo örðugt að skynja þennan undra-
heim hins hugsandi, lilédræga manns. Og stundum finnst
honum erfið leiðin og vonbrigðin sár. Og ástin á hug-
sjónaheiminum varð honum því að vissu leyti orsök
erfiðleika, en þó hreinasta hamingjan. Þessi lieimur
var opnaður af liinni dýpstu og fyrstu sorg. Það var
kirkjuhvollinn, sem söknuðurinn við missi elzta sonar-
ins hafði leitt liann í. Og upp frá þvi var liann aldrei
samur og áður. Honum liafði hlotnazt liin lielgasta
vígsla jarðarbúa.
Sú vígsla vai'ð uppsprettulind hinnar hlýjustu við-