Breiðfirðingur - 01.04.1943, Page 44
42
BREIÐFIRÐINGUR
kvæmni og .umhyggju, sem ástvinir hans fengu að njóta
í ógleymanleg'a ríkum mæli.
Þessvegna fylltust fermingarbörnin lotningu í návist
lians. Það var lotningin fyrir hinu mikla og dulda, þvi
sem aldrei verður lýst með orðum, en aðeins skynjað
sem hálfkveðið ljóð.
Allt, rödd hans, orð lians, söngur lians, en þó einkum
augu lians vöktu lijá mér þessa lotningu, eins og ég
stæði við liálfluktar dyr helgidóms. Þannig var það
þessa björtu vordaga á Stað, þegar liann sat með gylltu,
dularfullu bækurnar i stóra, hrúna skápnum við hönd
sér. Og þannig var það æ síðan, er fundum okkar bar
saman.
Hann talaði um margt þessa daga. En bezt man ég
tvær setningar: „í vetrarhrið vaxinnar ævi, gefst ei skjól
nema Guð“, og „Eina stjórnmálastefnan, sem samræm-
ist kristindóminum, er jafnaðarstefnan.“
Annars veit ég hann talinn fylgja hinni svonefndu
rétt-trúnaðarstefnu i trúmálaskoðunum, og mun liann
vafalaust hafa gjört það af einlægni og þeim tilfinn-
ingahita, sem honum var lagið í hverju máli.
Mörg ár liðu. Síðast man ég sr. Jón Þorvaldsson við
messu i Gufudal. Það er ágústdagur, síðasta sumar ævi
hans. Mjúkur ilmblær klappar litlu kirkjunni hans í
dalnum. Litklæddar stúlkur og sólhrenndir piltar, sjal-
klæddar konur og skeggjaðir menn ganga í kirkjuna.
Margt fólk. Flestir komnir langar leiðir yfir fjöll og
firði. Kirkjan er full af fólki. Presturinn gengur inn
eftir kirkjunni. Messan hefst. Hin þróttmikla rödd prests-
ins fyllir kirkjuna. Hún verður að dýrðlegum helgi-
dómi, skreytt geislum sumarsins, vígð söng sr. Jóns og
tilbeiðsluhug kirkjugestanna.
Hér er guðshús þessa trúrækna fólks, lilið himinsins
í hrjóstrugu fjallasveitinni, með bláu fjörðunum og
grænu skógivöxnu hlíðunum.
Presturinn talar um liin ýmsu verkefni handa kær-