Breiðfirðingur - 01.04.1943, Page 45
breiðfirðingur
43
leiksríkum kristnum manni. Hann endurtekur oft sömu
orðin, þessi: „Hér er verkefni fyrir kærleika þinn.“ Þau
vekja bergmál í kirkjunni. ÞaS bergmál deyr. En í sál-
um álieyrendanna vekja þau eilíft bergmál, sífelkla
hvatningu. Þessi orð liafa orðið mér ógleymanleg. Þau
eru sígild gagnvart öllu böli lífsins. Þau eru liafin yfir
allar trúmáladeilur. Og þannig varð mér kenning lians.
Og ég veit, að þannig varð hún öllum, sem vildu hlusta.
Þetta var í síðasta sinni, sem ég sá hann. Heitur af
áliuga flutti liann prédikun sína. Bljúgur og blíður flutti
hann bæn sína.
Ég minnist lians alltaf, þegar ég kem í litlu kirkj-
una í dalnum, þar sem hann söng einn saman sálminn:
„Hærra minn Guð til þín“ f ermingardaginn okkar. Þann-
ig stendur liann mér nú fyrir hugarsjónum, horfandi
til himins, syngjandi um sæluna í nálægð föðurins á
himnum. Og sálmurinn fagri, sem hann lét syngja öll-
um oftar: „í gegnum lífsins æðar allar“, sýnir glöggt
hvernig liann hugði því sambandi báttað. Enn þá ljóma
tár í augum liennar, sem unni honum heitast, „frúar-
innar á Stað“, í hvert sinn er sá sálmur er sunginn i
návist hennar. Það er hann, sem birtist í ljósbroti þeirra
tára, blíður, hjartahlýr, viðkvæmur, göfugur vinur. Og
hjarta hennar bærist af angurblíðri sælu. Hann er horf-
inn, en þó aldrei fjarri.
Eyrarbakka, 29. sept. 1943.
Árelíus Níelsson.
S T A K A.
Dagur rennur, sjóinn senn
sólin spennir örmum.
Fagur brennur eldur enn
undir hennar hvörmum.
Svb. P. Guðmundsson.