Breiðfirðingur - 01.04.1943, Page 50
48
BREIÐFIRÐINGUR
Eftir Lúðvík Kristjánsson
I.
Breiðfirzkur sonur i milljónaborg. Einrænn og ein-
mana hlustar liann á hrynjandi bernskumálsins. ÞaS
vakir fyrir eyrum lians og seiðir fram í hug lians fjar-
ræna töfra. Utan af jaðarsvæðum vitundarinnar þok-
ast minningarnar um Saurbæinn og fjörðinn hans
breiða með eyjunum fjölmörgu. Máske eru það ekki
minningar lians sjálfs, lieldur móður hans. Hann unir
í vökunni við draumsýnir. Þá ætlar hann sig heima og
enginn getur rænt hann þeirri gleði. Ástarstjarnan lians
var líka að heiman..,En að vöggu lians höfðu borizt ill-
ar nornir. Þær spunnu örlagaþráð hans, og þessvegna
varð liann alltaf einmana.
Einhvers staðar í einhverjum kirkjugarði i Chicago
hvíla bein hans. Nokkur undurfögur kvæði, sem hann
orti á ensku, geyma minningu lians. Þau hirtust í blað-
inu Minneota Mascot. Hann hét Kristófer Jolmstone,
þessi maður. Breiðfirðingar fá sennilega aldrei að heyra
sögu þessa einmana hróður síns.
Engin tilviljun ræður því, að mér kemur Iíristófer
Johnstone í hug, er ég minnist Júlíönu í Akureyjum.
Bæði hurfu þau vestur um haf, liún miðaldra, en hann