Breiðfirðingur - 01.04.1943, Page 57
BREIÐFIRÐINGUR
55
Stundum finnst lienni vinir sínir harðhentir og' kveðj-
urnar frá þeim óvandaðar, en hún svarar þvi með
kuldahlátri.
Þá olnbogaskot og anda kaldan , (
ég óverðskuldað frá vinum fæ,
hvaðan rísi sú undiraldan
ég aldregi spyr, en biturt hlæ.
Oft er nöpur aðferðin
ýmsra þeirra vina,
er þeir aðra kyssa kinn,
en klóra og bíta hina.
Hún fær stundum bréf að heiman. Hún les þau aft-
ur og' aftur. Þau eru dýrgripirnir hennar. Eitthvert
þeirra ber henni síðustu kveðjuna yfir liafið. Eitt sinn
her óviðjafnalegan gest að garði í Skálavík, gamlan
vin, sem Júlíana liefur tekið ástfóstri við i æsku. Nú
er hann kominn til liennar alla leið að lieiman. Þessi
gestur er Ijóðmæli Sigurðar Breiðfjörðs. Gamla Breið-
firðingnum sínar heilsar hún með þessum vísum:
Yertu, Breiðfjörð, velkominn,
vænsti heiðursgestur,
til mín seyði’ eg sönginn þinn,
svanur heiða beztur.
Ef þinn sveimar andi’ um mig
íslands heima’ af fjöllum,
ég ófeimin faðma þig
framan í heimi öllum.
Öldruð kona og einmana heldur jól í litlu húsi vest-
ur á Kyrrahafsströnd. Það eru dauf jól, því að liún
er veik og liggur rúmföst.
Hljótt um vanga hrynja tár,
hjartað varla bærist lengur,
innra blæða bólgin sár,
brostinn nærri titrar strengur,
vinarlaus og vonarþrotin
verð ég senn af elli lotin.