Breiðfirðingur - 01.04.1943, Side 60
58
BREIÐFIRÐINGUR
Við lát Þorsteins Erlingssonar:
Alla hittir hinzta kvötd,
— hávið jafnt sem stráið —
Nú ber þjóðin skarðan skjöld,
skátdið mitt er dáið.
Skærum kyndlum skaut á loft
skáldshugmyndin fleyga,
af hans lindum tjóða oft
ljúft var yndi að teyga.
Milli svefns og vöku á nýársnótt 1915.
Tímans grár er lyppulár,
löðrar í bárum skýja,
fellir tár um bleikar brár
blessað árið nýja.
Teygist lopi’ í tímans lár,
tíðin skoprar veginn,
mörg nú opin sviða sár,
sorgardropum þvegin.
Kennir tára kinnin föl,
köld er báran skýja,
græddu sár og bættu böt,
blessað árið nýja.
Hími’ eg enn á hakanum,
hrím að fennir vöngum,
tímans kenni á klakanum,
kými senn að öngum.
Svipuð lund mín særðri hind,
sviftir blundi vaka,
nú um stund er ljóðalind
læst og bundin klaka.
Nú er fallinn fifill minn,
ferð að kalla þrotin,
að mér hallast húmið finn,
herðastallur lotinn.