Breiðfirðingur - 01.04.1943, Page 61
BREIÐFIRÐINGUR
59
Um foss í nágrenni skáldkonunnar.
Ivossinn yngir, lífgar lyndi,
linar kvíSa, sorg og tál;
fossinn syngur ást og yndi
inn í btíða’ og gljúpa sál.
Eru kær þin lcvæða hljóðin,
kominn nær mér finnst ég heim,
hlusta’ á væru vögguljóðin
við þinn skæra unaðshreim.
Særi grátur sálu minnar,
sé ég „mát“, ég kem til þín;
skæran hlátur hörpu þinnar
hrynja lát við eyru mín.
Saga Júlíönu í Akureyjum er vafalaust ekki eins dæmi.
En ekki get ég varizt því, að komast við., er ég hugsa
um ævi þessarar einstæðings-konu, og má liver lá mér
það sem vill. Tvímælalaust er hún að ýmsu leyti ágæt-
lega ger. En draumlyndi hennar og viðkvæmni þolir illa
harðleikni lífsins. Hún reynir að brynja sig, gerast kald-
lynd og hörð. Þessi álagahamur þjakar hana, dregur
úr andlegum vexti hennar. Sjálf lýsir hún ástandi sínu
á þennan hátt:
En heimska er að tárast, ef heimurinn sér,
og hlæjandi mót honum sný ég því mér,
er köld eins og helið og hörð eins og stál,
þó hjartað sé viðkvæmt og brennandi sál.
Þegar harmar liennar verða lienni lítt hærilegir, kveð-
ur hún vini sína og landið sitt. Hún trúir því, að í
bláma fjarlægðarinnar sé hægt að sættast við lífið. En
henni verður ekki að trú sinni. Álagahamurinn verður
að fylgja henni. Gömlu sárin smá-gróa, en hún særist
nýrri liolund. Sár söknuður heltekur hana, þráin heim
kvelur liana til æviloka. Ytri aðstæður allar eru lienni
erfiðar, hversdagsleikinn er grár og kaldur. Gígjan er