Breiðfirðingur - 01.04.1943, Page 62
co
BRIilÐl'IIilMNUlHi
Það, sem mér er einna mest yndi að minnast, eru
margir gömlu mennirnir, sem ég sá og kynntist, í
bernku og' æsku, heima í Breiðafirði, og eftir því, sem
lengra líður, verða mér minningarnar æ kærari.
Þessir menn voru svo margir sérstæðir og einkenni-
legir í orði og athöfn, að af har.
Mér hefur dottið í hug, að ekki liafi ég einn orðið
þess láns aðnjótandi, að kynnast slikum mönnum, sem
nú eiga sér engan líka um margt, og sömuleiðis hef-
ur mér oft hvarflað i hug, að slikar endurminningar
ætti að geyma.
Nú er til orðinn sá vettvangur, sem svipleiftur slíkra
minninga á að geyma, og á ég þar við timaritið okk-
ar, „Breiðfirðing“.
í „Breiðfirðingi“ ætti að vera, ávallt, einn kafli með
yfirskriftinni: „Mínir menn“. (Gæti lika verið eitthvað
eina huggun hennar i raunum og minningarnar að lieim-
an, sem þó knúðu hana til farar. Þannig verður rang-
hverfan rétt. — Þessi kona á ekki að gleymast i Breiða-
firði, þótt bein hennar hvili vestur á Kyrrahafsströnd.