Breiðfirðingur - 01.04.1943, Side 63
BREIÐFIRÐINGUR
61
annað). Og þar ættu allir Breiðfirðingar að halda til
haga minningum sínum um menn, sem þeir muna eða
hafa heyrt sagt frá. Því ef við ekki gerum það, gleymist
þetta og týnist, en aðalhlutverk „Breiðfirðings“ tel eg,
meðal annars það, að geyma slikt frá glötun.
Ekki skal ég svo orðlengja þetta, en hefjast handa
og minnast lítið eitt eins hins einkennilegasta manns,
sem ég liefi þekkt.---------
— Ef þú hefðir dvalið í Flatey á Breiðafirði fyrir
tveim áratugum, og ef þú hefðir átt leið um götuna,
sem lig'gur inn að veitingahúsinu, hefði ekki farið hjá
því, að þú liefðir mætt manni, sem vakti athygli þína.
Hann var frekar lágur vexti, en kvikur á fæti.
Beinvaxinn var hann, en laut oft höfði, er hann
gekk einn. Að ytra útliti var hann því ekki sérkenni-
legur mjög.
En ef þú hefðir tekið hann tali, gamla manninn, hefði
annað komið upp.
Orðfæri, svipur og' augnatillit var svo einkennilegt,
að af bar.
Hann var oftast léttur í máli. Gamansemi, glettni,
háð og djúp alvara og' einlæg'ni ófst svo saman í orða-
skiptunum, að einskis manns tali var líkt, sem ég hefi
átt orðastað við.
Ef þú sást hann á gangi án þess að hann vissi af,
gat það skeð, að þú sæir hann nema snöggvast staðar
eða ganga á svig á götunni, eins og hann væri að víkja
fyrir einhverju, og liann liorfði hvasst á „ekki neitt‘\
að því er þér virtist.
En þá var Ingimundur að „sjá“, — því þessi mað-
ur var Ingimundur Jónsson á Myllustöðum, eini sjá-
andinn, sem ég hefi þekkt.
Og Breiðfirðingur, sveitungi minn, vilt þú nú ekki
skreppa snöggvast með mér upp á loftskytruna á Mvllu-
stöðum og hlusta á tuttugu ára gamalt samtal okkar
Ingimundar gamla, vinar míns. —