Breiðfirðingur - 01.04.1943, Blaðsíða 64
62
BREIÐFIRÐINGUB
Gamli maðurinn tekur þér vel, því hann er gestris-
inn. Nú liggur liann upp við herðadýnu í rúminu sínu
því hann hefur verið lasinn, en er nú orðinn vel málhress.
„Jæja, Mundi minn, segðu mér nú eittlivað af öllu
því einkennilega, sem fyrir þig hefur horið. Hefur þú
alltaf séð undarlega liluti, frá því þú manst fyrst eftir?“
„Já, strax kornungur sá ég ýmislegt, sem flest er nú
gleymt, og þá dreymdi mig eða grunaði fyrir daglát-
um, svo ekki kom mér neitt á óvart. Það fyrsta, sem
ég sá og man glöggt, er það, að kvöldið, sem faðir
minn sálugi drukknaði, sá ég hann og alla skipshöfn-
in af „Snarfara“ koma heim að bænum. (Faðir Ingim.
Jón Þorkelsson, var formaður á hákarlaskipinu „Snar-
fara“, er fórst hjá Flatey 1861, með allri áhöfn.)
„Yarztu þá ekki liræddur?“
„Nei, ekki vitund. Ég verð aldrei liræddur, en sárn-
ar oft að sjá það, sem fram kemur, og geta ekki liaml-
að því.“
„Hvernig í fjáranum stendur á því, að þú hagar þér
svo á götunni, er þú ert einn á g'angi, eins og þú sért
að víkja úr vegi fyrir einhverju?“
„Það er nú ekki allt skemmtilegt, sem maður mætir,
Sveinn minn góður.“
„Ertu þá alltaf að mæta þeim, sem farnir eru?“
„Já, ekki sé ég þá sjaldnar en ykkur hina, en það
er ekkert leiðinlegt að mæta þeim.“
„Hvað er þér þá verst við að sjá?“
„Ýmislegt, sem er í kringum lifandi menn.“
„Sérðu eittlivað kringum alla menn?“
„Já, alla.“
„Hvernig er það?“
„Ljósbjart kringum hlessuð börnin, en oftast gulnar
glampinn með aldrinum. En þetta slikjugula með svörtu
flyksunum í, er mér verst við; þeir menn, sem það
loðir við, reynast mér verst. Og ég skal segja þér, Sveinn
minn. Það er óttalegt að mæta mönnum, sem svo er