Breiðfirðingur - 01.04.1943, Síða 73
breiðfirðingur
71
anum. Þegar ég gekk inn að skólanum, varð mér sam-
ferða .Tón bóndi Sigurðsson, faðir Magnúsar, sem áð-
ur er nefndur.
Þegar ég kem inn að skólahúsinu, stendur vinur
minn Ingimundur þar við vegginn, og sé ég á svip lians,
að hann er gramur í skapi.
Ég tek undir liandlegg lians og segi: „Hver skoll-
inn er nú að þér, vinur?“ „Ekkert,“ anzar liann stutt-
aralega. „Bölvaður strákurinn,“ bætir hann svo við.
„Hvaða strákur?“ segi eg. „Nú, liann þarna,“ segir hann
og hendir á pilt, sem þar stóð. „Hvað hefur hann gert
af sér?“ spyr ég. „Þegar þið Jón genguð saman þarna
inn rnýrina, sá ég liann Magnús við hliðina á honum
föður sínum, en þá kom þessi strákskratti lilaupandi
og hljóp í gegnum hann, áður en ég gat séð hvort það
var svipur lifandi manns eða liðins, en því miður eru
þeir líklega farnir.“
Þá lief ég nú minnzt á þennan einkennilega vin minn
dálítið. Þökk sé honum fyrir samfylgdina og alla
skemmtun og hlýju þá, sem minningin um hann vek-
ur mér ávallt, er ég minnist lians.
Sveiiui Gunnlaiigsson.