Breiðfirðingur - 01.04.1943, Page 75
BREIÐFIRÐINGUR
73
inn áföllum. Þannig gekk alla leið út á Sand. Var þessi
æsibyr settur í sambandi við kvæðakraft Ara, því að svo er
sagt, að þegar skipverjar voru nýbúnir að bjarga báti og
farangri á þurrt land, þá liafi í einni svipan lægt norðan-
storminn, en í sömu andránni skollið á sunnan-rok.
VEÐURSPÁR
Kona á níræðisaldri, vestur við Breiðafjörð, liafði ei
fvrir löngu eignast úlvarpstæki. Það var árið 1939, meðan
veðurfregnir bárust frjálsar á bylgjum sínum til blust-
enda. Einhverju sinni þólti benni veðurspár Jóns bregðast
og mælli þá fram þessa vísu:
Norðri sendi kaldan koss
kæru ísafróni, —
römm á bragðið reyndist oss
rigningin Iijá Jóni.
Og seinna:
Útvarpið er ágætl bnoss,
oft þó vitlaust tóni;
þurviðrið ei þólti oss
þrifalegt bjá Jóni.
En ekki var þess langl að bíða, að bún kæmist að raun
um það, að allar syndir voru ekki Jóni að kenna, og þá
kvað bún:
Lægðir eru leiður kross, —
löngum valda tjóni.
Mannúðlegt er ei hjá oss
allt að kenna Jóni.