Breiðfirðingur - 01.04.1943, Blaðsíða 76
74
BREIÐFIRÐINGUR
HVAÐ
BIÐUR
YKKAR,
BREIÐARFJARÐAREYJAR B
Eftir
Andrés Straumland
I.
„Hver einn bær á sína sögu, sigurljóð og íaunabögu,“
segir Matthías Jochumsson. Þessi saga er okkar eigin
saga, saga alþýðunnar, er þarna hefir harizt sinni þraut-
seigu baráttu, sigrað og fallið, en sjaldan gefizt upp.
Yíða á landi hér eru nýbýli. Saga þeirra hæja er að
hefjast. Enginn veit hve löng hún verður. Aðrir hæir eru
komnir í auðn. Sögu þeirra er lokið.
Við kennum stings i lijarta, þegar komið er að evði-
hýli. Bærinn er hruninn — horfinn, ef til vill ekkert eftir
af honum nema grónar tættur, slitur af túngarði og ör-
lítil grænka i hlaðvarpanum, sem ennþá býr að fornum
áhurði. Þetta er eins og að finna lík úti á víðavangi. Stund-
um er liér um að ræða „morð“ að yfirlögðu ráði. Efn-
aður nágranni liefir keypt jörðina, lagt hana i eyði og
stundar þar svo rányrkju ásamt búskapnum á heima-
jörðinni. Hinsvegar liafa stundum margskonar erfiðleik-
ar og óhöpp orðið þess valdandi, að þarna lagðist niður
hyggð.
II.
Þess er ekki að dyljast, að yfir sumum hyggðum ís-
lands vofir sú hætta að leggjast að meira eða minna leyti
í auðn. Um afskekkt rýrðarkot ber ekki að sakast. En
þegar þessi hætta fer að ógna heilum héruðum eða sveit-
um, þá fer málið að taka á sig alvarlegan blæ og verða
þörf á gagnráðstöfunum.