Breiðfirðingur - 01.04.1943, Qupperneq 78
IiREIÐFIRÐINGUR
70
hvort ríkið sjálft eða Flateyjarhreppur skuli vera eigandi
að Stagley!
III.
Nú má að vísu benda á, að það eru fleiri héruð en
Breiðafjarðareyjar, sem fengið liafa að kenna á svipuðu
útsogi, og sé þó ekki ástæða til uggs um auðn sveitanna.
Þetta er að vísu rétt, en sérstaða Breiðafjarðareyja gerir
það að verkum, að hér er ólíku saman að jafna. Akfærir
vegir tejTgja sig nú lengra og lengra út um sveitir lands-
ins. Þeir færa í raun og veru byg'gðina saman, gera að-
drætti alla auðveldari og spara vinnuorku heimilanna.
Notkun allskonar jarðyrkjuvéla fer óðfluga í vöxt og
meira og meira af heyskap bænda er fengið á ræktaðri
jörð og við hann notaðar sláttu- og rakstrarvélar.
Eyjabúskapurinn er háður öðrum skilyrðum. Hann
hlýtur alltaf að verða mannfrekur. I fæstum eyjanna er
svo mikið landrými, að hægt sé að stækka túnin svo nokkru
nemi. Ileyja er því mestmegnis aflað i úteyjum. Þar er
kjarngresi, en hevöflun erfið. Vélar er ekki hægt að nota
heldur verður einungis að treysta á handaflið. Dúntekja
og selaveiði krefjast lika mikillar vinnu og margra lianda,
ef nægileg' rækt á að vera lögð við þessa mikilsverðu tekju-
lind eyjanna. Sérstaklega á þetta við um æðarvarpið.
Kofnatekja, sem áður var talin mikil hlunnindi, er nú
að mestu lögð niður, og mun orsökin meðfram vera fólks-
ekla.
Þá er þess að geta, að allt sauðfé verður að flytja til
lands á vorin og sækja það aftur á haustin. Þessar ferðir
voru áður hinar erfiðustu, sérstaklega liaustferðirnar,
þegar tíð var tekin að spillast.
Nú hafa að vísu mótarbátarnir leyst gömlu árabátana
af hóhni, og hefir slíkt haft geysimikil áhrif á eyjabú-
skapinn i þá átt að spara vinnuorku. Án mótorbátanna
væri ekki fært að búa í eyjunum við fámenni slíkt, sem
nú er þar. Þetla tekur þó aðeins til ferðalaga, hev- og