Breiðfirðingur - 01.04.1943, Síða 81
BREIÐFIRÐINGUR
79
— og það tel ég ekki ólíklegt — að þeir sannfærðust um,
að landbúnaður með samyrkjusniði er mál, sem bænda-
stétt þessa lands getur ekki öllu lengur gengið framhjá
ihugunarlaust. Og' hvaða skoðun sem menn kunna að
hafa á því vandamáli Breiðafjarðareyja, sem ég liefi
drepið á, þá er eitt víst: Eitthvað verður að aðliafast, ef
tiyggð eyjanna á að verða forðað frá aðsteðjandi voða.
V.
Við lifum á umrótstímum. Gömlu dagarnir koma aldrei
aftur. Nú þegar er mönnum að verða það Ijóst, að ólijá-
kvæmileg afleiðing af þeim hildarleik, sem nú er háður
í heiminum, milli lýðræðis og kúgunar, mun verða sú,
að hið ormétna skipulag nútímans hrynur í rústir. Ný
viðlioi'f slcapast, ný verkefni til að leysa af hendi. Fyrir
niannkyninu liggur það stórfellda hlutverk að byggja upp
oýjan heim á rústum þess gamla. Framtíð mannkynsins
oi' undir þvi komin, hvernig þetta tekst.
Breiðafjarðareyjar eru hluti — þótt litill sé — af þess-
um lirynjandi heimi, og þar ber jafnvel meira á þvi en
annarsstaðar hér á landi, að liið gamla skipulag landbún-
aðarins er komið að fótum fram, að örlagarik tímamót
vru skammt undan, tímamót, er þýða, fyrir eyjarnar,
annaðhvort auðn eða nýtt vaxtartimahil, nýja menningu.
B rei ðafj arða reyj a i' liafa lagt glæsilegan skerf til menn-
mgarsögu íslands. Þegar rofa fór fyrir degi lijá þjóðinni
um miðja 18. öld, eftir langa nótt, þá var það bóndason-
ur úr eyjunum, Eggert Ólafsson, sem snjallastan átti
toninn til að vekja þjóðina og livetja hana fram til starfs
°g dáða undir fána frelsisins. í Hrappsey var ein af elztu
prentsmiðjum landsins sett á stofn (árið 1773). Það var
hóndinn í Hrappsey, sem vann það menningarafrek, og
uiun slílct vera einsdæmi um isl. hónda. I Flatey er enn
við lýði næst-elzta bókasafn landsins, stofnað árið 1836. 1
sambandi við þá stofnun — en hið rétta nafn hennar er
Flateyjar framfarastiftun — var rekið hið merkasta