Breiðfirðingur - 01.04.1943, Qupperneq 84
BREIÐFIRÐINGUR
82
ey í Stykkishólmshreppi og bjó þar í fjögur ár. Loks
kaupir hann, árið 1936, Ólafsey i Skógarstrandar-
hreppi, sem þá var í eyði, og bjó þar til dauðadags.
Hann dó úr lungnabólgu 15. maí 1939.
Þetta eru helztu æfiatriði Gísla Bergsveinssonar, og
munu þau hvorki þykja mjög sérstæð né merkileg,
því slík er búskaparsaga fjölmargra — of margra —
islenzlcra bænda. Hann byrjar ungur og févana búskap
á leigujörð. Flyzt nokkrum sinnum búferlum. Fær meira
en nóg af misjöfnum landsdrottnum og festir að sið-
ustu kaup á lítilsmetinni eyðijörð. Þar unir hann vel
liag sínum og byrjar strax á liúsabyggingum og öðr-
um umbótum. En þá er komið að leiðarlokum, svo að
ekki verður frekar aðgert.
Gísli Bergsveinsson var meðalmaður á hæð og sam-
svaraði sér vel á allan vöxt, stuttstígur og braðstígur,
svo sem sagt var um Eggert Ólafsson. Hann bafði i
æsku svart liár og jarpt skegg, en hærðist nokkuð
snemma, svo sem ættmenn lians margir. Svipurinn var
hreinn og góðmannlegur og lék oft hlýtt og fallegt bros
um andlitið, þegar vel lá á lionum og hann starfaði
að því, sem hann hafði yndi af. Hann var örlyndur
og skapstór, en að sama skapi fljótur til sátta. — Ekki
var hann talinn anðsæll eða búmaður meiri en í meðal-
lagi, en komst þó sómasamlega af fyrir sig og sina;
átti og jafnan fallegt búfé og fór vel með það, og er
slíkt meiri búmennska en almennt er viðurkent hér
á landi. Hjálpsamur og gestrisinn var hann svo, að
Orð var á gert, en vegna þess að fjárhagurinn var
lengst af þröngur, þá nutu þeir kostir sin ekki, svo
sem annars liefði verið. Sjómaður var hann allgóður
og einkar lieppinn og laginn við allan veiðiskap, enda
hóf hann ungur sjóferðir og formennsku.
B. Sk.