Breiðfirðingur - 01.04.1943, Síða 91
breiðfirðingur
89
Síðasti þáttur sögunnar er bókmenntasaga. Það er, ef
til vill, rangnefni að kalla þann þátt liennar bókmennta-
sögu. Eg býst varla við, að sumir kaflar hennar, að minnsta
kosti, standist dóm vandlátra bókagagnrýnenda. En þrátt
fyrir það ætti ekkert að birtast þar, sem ekki er þess virði,
að því sé forðað frá gleymsku. I þessum þætti sögunnar
mun sennilega einkum birtast alþýðukveðskapur, sem
hingað til liefir lítt eða ekki verið á lofti haldið. Á'liðn-
um öldum liefir þjóð vor átt undraverðan andans auð,
sem skapað hefir og varðveitt þjóðsögur, þjóðkvæði,
ævintýri og rímur. Þar á meðal eru bókmenntaperlur,
er seint munu fyrnast. Ljóð og sögur liafa verið þjóðinni
„langra kvelda jólaeldur“, sem befir yljað henni inn að
hjartarótum, þegar helkuldi fimbulharðrar lífsbaráttu
sýlaði klæði liennar. Ég efast ekki um, að ýmislegt komi
fram úr skugganum, ef vel er leitað.
Reykjavík, 20. des. 1943.
Jón Sigtryggsson.
LAUSAVÍSA
Eltir
Teit J. Hartmann
Átti flöskunnar kost, en skorti peninga. Seljandi vildi
fá tryggingu, en þar eð ég hafði ekkert verðmætt, sagði ég:
Sálu mína set í veð,
svo þú tapir öngu.--------•
— Ég hef ekki sólu séð
síðan fyrir löngu.--------
(1920).