Breiðfirðingur - 01.04.1943, Page 92
90
BREIÐFIRÐINGUR
BREIÐFIRZKAR
Ef til vill liafa fá héruð landsins átt jafnmarga hagyrð-
inga og BreiSafjörSur og hafa konur ekki staSiS þar
körlum aS baki í því efni. Öll þjóSin þekkir ljóS þeirra
systranna Ólínu og Herdísar. En fleiri breiSfirzkar kon-
ur hafa ort „sér til hugarhægðar“, þótt ljóð þeirra séu
ekki þekkt nema af fáum kunnugum. Ein slikra kvenna
er Kristín Jónsdóttir frá Skáleyjum. Kristín var jafn-
aldra þeim Ólínu og Herdisi, og kváðust þær oft á i
æsku. Mun hafa verið með þeirn hin mesta vinátta, enda
andlega skyldar. Ivristín var um skeið ljósmóðir i Flat-
eyjarhreppi og giftist Jakoh Þorsteinssyni, verzlunar-
stjóra í Flatey. Jakob er dáinn fyrir nokkrum árum, en
Kristin lifir enn í Flatey, 84 ára gömul.
Hér koma 2 siglingavísur eftir Kristínu. Ef til vill fær
Breiðfirðingur tækifæri til aS birta meira af ljóðum henn-
ar seinna.
Baldur um bárur kaldar
brunar, svo undir dunar;
segl eru sett i reglu,
sverðatýr er við stýri.
Brestur í böndum flestum,
breiðir út voðir leiði.
Hræðast ei höldar skæðar
hrinur sjós, ei þó lini.
Yndi’ er í austanvindi
ára að halda tjaldi,
völdu, með vænum földum
víðar um græSishlíðar.
SKÁLDKONUR