Breiðfirðingur - 01.04.1943, Page 95
liREIÐI-IRÐINGUR
93
án efa samþykki, og það var eins og þeim létti fyrir
brjósti, þessum skylduræknu, þöglu en einbeittu mönn-
um, sem áttu við að stríða þær aðstæður, sem nú til
dags er vart hugsanlegt að rísa óbeygður undir.
Allt í einu var eins og sóiin brytist fram úr skýjum
þessa óveðursdags. Út úr skrifstofu kaupmannsins kom
Guðmundur Jónsson frá Narfeyri. Venjulega steig liann
örlítið ölduna í göngulagi, en nú gelck hann föstum, á-
kveðnum skrefum til mannanna undir húsveggnum,
brosti litið eitt út í annað munnvikið og sagði: „Jæja,
piltar mínir. Þá er það iiúið. Þið byrjið strax að skipa
upp fiskinn. Þeir gengu að öllum okkar kröfum,“ sagði
hann og það var eins og ljómi stafaði af honum. —
Mörg, mörg ár liðu i ómæli hins liðna tíma. Ár baráttu
og sigra; ár vonhrigða og tómlætis, en ár þrotlauss starfs
og mikilla fyrirætlana, þótt við slíkar aðstæður, slíkt
heilsuleysi væri að stríða, að það virtist ekki á valdi nokk-
urs meðahnanns að halda út í stað þess að láta bugast,
leggja árar í bát. — En slíkt mundi Guðmundur frá Narf-
eyri siðast hafa gjört, enda hélt hann áfram að starfa og
striða til þess er kraftarnir leyfðu ekki lengur legg að
hræra. —
Guðmundur frá Narfeyri hélt uppi ferðum um Breiða-
fjörð í fjölda-mörg ár, og átti ég þvi láni að fagna að vera
honum einu sinni samferða frá Dröngum á Skógarströnd
og út í Stykkishólm. Ég sé hann ennþá fyrir liugskotssjón-
um mínum, þar sem hann stendur við stýrið á bátnum
sínum, horfir djarfur á svip fram á liinn ófarna veg, blik-
andi Breiðafjarðarála, sem sumstaðar rétt sleikja fjöru-
grjótið, en annarsstaðar rísa hvítfextir að háum liamra-
stöllum og af hljóðinu heyrist eius og þeir moli allt mél-
inu smærra, sein þeir ná að festa lirömmunum um. En
hvort sem Breiðafjörðurinn sýnist blíður eða stríður,
stendur Guðmundur óbifanlegur við stýrið. Þeir þekkjast
auðsjáanlega orðið, þessir tveir, fjörðurinn og ferjumað-
urinn. Hár Guðmúndar, sem nú er orðið silfurhvítt, blakt-