Breiðfirðingur - 01.04.1943, Page 98
9(5
BREIÐFIRÐINGUR
baráttu sinni fyrir bættuni kjörum og betri liag verka-
manna og sjómanna vestra, geta aðeins drúpt. höfði í
hljóðri bæn til hins alvalda, sem stýrir oss með sterkri
bendi sinni i stormum þessa vors jarðlífs, að liann gefi
þjóð vorri marga slika memi sem Guðmundur Jónsson
frá Narfeyri var, menn, sem liafi hugvit og lietjudug til
þess að herjast gegn áþján og afturhaldi á hvaða sviði
sem er, og berjist eins drengilegri og göfugri baráttu
og liann gjörði.
Blessuð sé minning lians.
Gunnar Stefánsson.
FÖLNAÐ BLAÐ
Það fýkur hlað um frosinn gluggann minn
og fölnað, dáið herst á stormsins væng.
Svo leggst það hljótt í livíta mjallarsæng, —
er horfið, fennt og glevmt með ilminn sinn.
En lífið skráði ljóð á þetta blað
með lelri úr vorsins björtu sólskinshönd.
Það ljóð var söngur sumarsins um það,
að sigra dauðann, nema ókunn lönd.
Ég hcvrði óma ymja í þessum söng
sem andvörp lítils barns, er grætur hljótt.
Er óskalandið eins og visnað hlað
í örmum stormsins kahla vetrarnótt?
Árelíus.
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN H.F.